Weinstein vill minna ofbeldi

weinsteinHarvey Weinstein er einn þekktasti framleiðandi veraldar og á baki kvikmyndir á borð við Pulp Fiction, Gangs of New York og The Fighter.

Kvikmyndir hans hafa margar hverjar verið ofbeldisfullar í gegnum tíðina þó Weinstein sé fremstur í fararbroddi á móti byssuleyfum í Bandaríkjunum. Weinstein er m.a. að framleiða kvikmynd þessa dagana með Meryl Streep, sem ber heitið The Senator’s Wife.

„Þessi kvikmynd mun láta Samtök byssueigenda sjá eftir því að þeir séu á lífi.“ er haft eftir honum í viðtali við Howard Stern á dögunum. „Núna verð ég að hætta að vera hræsnari og velja kvikmyndir sem eru með minna ofbeldi.“ bætir hann við.

Sin City: A Dame to Kill For er næsta kvikmynd sem kemur úr herbúðum Weinstein og má búast við því að hún verði ofbeldisfull ef marka má fyrri myndina. Hvað framhaldið varðar þá má búast við friðsamlegri kvikmyndum úr herbúðum hans.