Whedon: „Affleck neglir þetta“

joss whedonJoss Whedon leikstjóri Avengers kvikmyndanna, sem fjalla um ofurhetjur Marvel teiknimyndafyrirtækisins, tjáði sig á Twitter um nýjustu fréttir þess efnis að Ben Affleck hefði verið ráðinn í hlutverk Batman í myndina Man of Steel 2, þar sem hann mun aðstoða Superman í baráttu við þorpara og dusilmenni.

Þrátt fyrir að Marvel sé samkeppnisaðili DC Comics, sem gefur út Batman og Superman teiknimyndasögurnar, þá var Whedon jákvæður fyrir fréttunum: „Affleck mun negla þetta,“ sagði Whedon í tísti sínu í gær. „Hann er með hökuna í þetta — nú þarf handritið bara að vera gott. Affleck & Cavill hlið við hlið — ég er með.“

 

 

Jákvæð ummæli Whedon koma í kjölfar kvartana fá ýmsum Batman aðdáendum, sem margir heimta að annar en Affleck verði ráðinn í hlutverkið, en það má segja að samfélagsmiðlar heimsins hafi logað af skoðanaskiptum síðan tilkynnt var um ráðninguna, og eru skoðanir manna skiptar.

Zack Snyder, leikstjóri Man of Steel 1 og 2 sagði í tilkynningu þegar valið var tilkynnt: „Ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“

Man of Steel 2 ( sem á auðvitað eftir að fá formlegt heiti ) verður frumsýnd 17. júlí, 2015.

Joss Whedon vinnur nú að Avengers 2: Age of Ultron, sem verður frumsýnd skömmu áður, eða 1. maí, 2015.

Whedon: "Affleck neglir þetta"

joss whedonJoss Whedon leikstjóri Avengers kvikmyndanna, sem fjalla um ofurhetjur Marvel teiknimyndafyrirtækisins, tjáði sig á Twitter um nýjustu fréttir þess efnis að Ben Affleck hefði verið ráðinn í hlutverk Batman í myndina Man of Steel 2, þar sem hann mun aðstoða Superman í baráttu við þorpara og dusilmenni.

Þrátt fyrir að Marvel sé samkeppnisaðili DC Comics, sem gefur út Batman og Superman teiknimyndasögurnar, þá var Whedon jákvæður fyrir fréttunum: „Affleck mun negla þetta,“ sagði Whedon í tísti sínu í gær. „Hann er með hökuna í þetta — nú þarf handritið bara að vera gott. Affleck & Cavill hlið við hlið — ég er með.“

 

 

Jákvæð ummæli Whedon koma í kjölfar kvartana fá ýmsum Batman aðdáendum, sem margir heimta að annar en Affleck verði ráðinn í hlutverkið, en það má segja að samfélagsmiðlar heimsins hafi logað af skoðanaskiptum síðan tilkynnt var um ráðninguna, og eru skoðanir manna skiptar.

Zack Snyder, leikstjóri Man of Steel 1 og 2 sagði í tilkynningu þegar valið var tilkynnt: „Ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“

Man of Steel 2 ( sem á auðvitað eftir að fá formlegt heiti ) verður frumsýnd 17. júlí, 2015.

Joss Whedon vinnur nú að Avengers 2: Age of Ultron, sem verður frumsýnd skömmu áður, eða 1. maí, 2015.