Spectre sló aðsóknarmetið í Bretlandi

Nýjasta Bond-myndin, Spectre, hefur slegið aðsóknarmetið í Bretlandi. Alls náði hún inn 41,7 milljónum punda í tekjur fyrstu vikuna í bíó, sem er meira en fyrri methafinn, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban, náði. spectre

Spectre er 24. Bond-myndin en þrjú ár eru liðin síðan hin vinsæla Skyfall kom út. Aðsóknartekjur hennar enduðu í 1,1 milljarði dala. Framleiðslukostnaðurinn nam 200 milljónum dala.

Spectre er fjórða Bond-mynd Daniel Craig. Fyrri myndir hans eru Casino Royale, Quantum of Solace og Skyfall.