Spectre sló aðsóknarmetið í Bretlandi

Nýjasta Bond-myndin, Spectre, hefur slegið aðsóknarmetið í Bretlandi. Alls náði hún inn 41,7 milljónum punda í tekjur fyrstu vikuna í bíó, sem er meira en fyrri methafinn, Harry Potter and the Prisoner of Azkaban, náði.  Spectre er 24. Bond-myndin en þrjú ár eru liðin síðan hin vinsæla Skyfall kom út. Aðsóknartekjur hennar enduðu í 1,1 milljarði dala. Framleiðslukostnaðurinn nam 200 milljónum dala. […]

Risa Bondhelgi í Bandaríkjunum

Nýjasta James Bond myndin Skyfall, sem nú þegar hefur þénað 350 milljónir Bandaríkjadala utan Bandaríkjanna, mun nú um helgina rústa metinu yfir stærstu Bond frumsýningu allra tíma í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag og þénaði 30,8 milljónir Bandaríkjadala bara þann dag.  Miðað við þá aðsókn, þá er búist við að í heild […]

Allur Bond í 1.680 stöfum

Nú líður að frumsýningu Skyfall, nýjustu James Bond myndarinnar, og menn halda upp á það með margvíslegum hætti. Grínistinn Charlie Higson ætlar að halda upp á frumsýninguna með því að umskrifa bækurnar 12 um James Bond, sem 140 stafa Twitter sögur. Higson er mikill Bond aðdáandi, og þekktur fyrir hlutverk sitt í grínþáttunum The Fast […]

Kínversk Skyfall stikla sýnir meira

Þegar Casino Royale var frumsýnd 17. nóvember 2006, og ég sat með nokkrum vinum kl. 14.00 í lúxussalnum í Smáralind, kunni ég myndina nánast utan að. Ég var búinn að þráhorfa á allar mögulegar stiklur (sú fyrsta kom út var með frönsku döbbi – sem ég kann nánast ennþá utanað), þræða vefsíðu myndarinnar, lesa bókina […]

Bond rís aftur í nýrri stiklu

Glæný Bond stikla hefur lent á netinu og er óhætt að segja að Bond hefur aldrei verið jafn harður og nú, er hann endurrís frá dauðum. Stiklan er hröð, flott og sjarmerandi og kemur í ljós að Bond er greinilega farinn að kynna sig almennilega aftur. Skorturinn á því í Quantum of Solace hefur ekki […]

Bond 23 komin í gang – myndband

Nokkurn vegin allt sem við héldum að við vissum um næstu Bond mynd, hefur reynst vera satt. Myndin heitir Skyfall, og tökur hefjast í dag. Daniel Craig er Bond, Javier Bardem er skúrkur myndarinanr, Bérénice Marlohe verður Severin, aðal Bond-stúlka myndarinnar, Naomie Harris leikur field-agent að nafni Eve (semsagt ekki Monnypenny eins og sumir héldu), […]

Moore ekki hrifinn af síðustu Bond

Í viðtali við BBC sagði gamli Bond-leikarinn Roger Moore að síðasta myndin í seríunni, Quantum of Solace (leikstýrð af Marc Forster) hafi verið langt frá því að vera góð. „Ég var alls ekki hrifinn af henni,“ segir Moore. „Þetta var eins og langdregin og sundurlaus auglýsing.“ Hann bætti því hins vegar við að hann væri […]

Er þetta nýja Bondstúlkan?

Og er Bond 23 komin með nafn? – Skv. skemmtanafréttadálki skrifuðum af Baz Maigoye í breska slúðurblaðinu Daily Mail, hefur franska leikkonan Berenice Marlohe hreppt hlutverk í næsta ævintýri James Bond, sem verður það 23 í röðinni. Venjulega telst það ekki frásögu færandi hvaða „fréttir“ má lesa í gulu pressunni, en ástæðan fyrir því að […]