16 bestu Zombie myndir allra tíma

Uppvakningamyndir ( myndir um mannakjötsétandi hræðilega illa útlítandi lifandi dauðar rotnandi manneskjur sem ráfa um í leit að lifandi fólki til að éta ) hafa verið gríðarlega vinsælar undanfarin ár, og virðist ekkert lát þar á! Menn virðast endalaust geta fundið nýjar leiðir til að búa til myndir um þessi óhugnanlegu kvikindi, svo maður tali nú ekki um sjónvarpsþætti eins og The Walking Dead.

Til að nefna aðeins nokkrar hugmyndaríkar Zombie myndir, má nefna eftirfarandi myndir, sem hver hefur sinn stíl: Skátar og uppvakningar, Redneck Zombies, Volcano Zombies, Pride and Prejudice and Zombies, A Christmas Horror Story.

zombie

Movieweb.com hefur nú tekið saman lista yfir 16 bestu uppvakningamyndir allra tíma ( afherju þær eru 16 fylgir ekki sögunni .. )

En yfir hverju þarf góð Zombie mynd að búa? Eru það tæknibrellurnar? Er það sagan? Er það tengingin við tímana sem við lifum á á hverjum tíma? Eru það uppvakningarnir sjálfir og þeirra „persónur“? Svo virðist sem það sé sambland allra þessara þátta, samkvæmt samantekt Movieweb, og stundum er ekki verra að bæta við smá skvettu af gríni.

Á meðal myndanna 16 eru góðkunningjar Zombie-unnenda, eins og Night of the Living Dead og Return of the Living Dead, en einnig 28 Days Later, sem og myndir með meira gríni í eins og Zombieland og Shaun of the Dead.

Sjáðu listann í heild sinni með því að smella hér.