Nýtt í bíó – Þorsti, Dronningen, Zombieland Double Tap og Addams Family

Sambíóin frumsýna Íslensku gay vampíru sprautuklámsmyndina ÞORSTI á morgun, föstudaginn 25. október, og sama dag frumsýnir Sena kvikmyndina Zombieland: Double Tap. Þá frumsýnir Sena dönsku myndina Dronningen í Háskólabíói en hún fer svo í Bíó Paradís 8. nóvember. Þá er Addams family að koma í bíó einnig, en hún verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, SAMbíóunum […]

Resident Evil endurræsing fær leikstjóra og handritshöfund

The Resident Evil kvikmyndaserían verður endurræst innan skamms, að því er vefsíðan Den of Geeks greinir frá. Variety kvikmyndaritið greinir frá því að leikstjóri verði Johannes Roberts, en hann leikstýrði síðast köfunartryllinum 47 meters down. Roberts hyggst sömuleiðis skrifa handritið, en tökur eiga að hefjast á næsta ári, með alveg nýju leikaraliði. Enginn frumsýningardagur hefur verið […]

Með uppvakningum í stjórnlausri lest

Uppvakningafaraldurinn heldur áfram að herja á kvikmyndagesti um allan heim. Nú á dögunum var glæný suður-kóresk uppvakningamynd frumsýnd í Bandaríkjunum, og strax er farið að tala um Hollywood-endugerð. Miðað við stikluna úr myndinni, sem sjá má hér neðar í fréttinni, þá gefur myndin skemmtilegan vinkil á uppvakningafárið þar sem fólk er nú fast í stjórnlausri hraðlest á […]

Að lokinni uppvakningaplágu

Ekkert lát er á uppvakningamyndum í bíó. Enn ein slík er væntanleg innan skamms, The Third Wave, en Ellen Page hefur verið ráðin til að leika aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um lífið eftir að uppvakningafaraldur hefur riðið yfir Jörðina; faraldur sem kallast þriðja bylgjan, eða The Third Wave. Í myndinni verður búið að ráða niðurlögum […]

Ekkert Halloween bull!

Persóna Tyler Perry, Madea, er snúin aftur í fyrstu kitlunni fyrir Boo! A Madea Halloween, en þar gerir Madea sér lítið fyrir og mætir með haglabyssu út á stétt til að reka burtu eitthvað sem hún heldur að séu krakkaormar í leit að Halloween sælgæti, en eru mögulega uppvakningar, eftir alheimsfaraldur, ef eitthvað er að marka byrjunina […]

16 bestu Zombie myndir allra tíma

Uppvakningamyndir ( myndir um mannakjötsétandi hræðilega illa útlítandi lifandi dauðar rotnandi manneskjur sem ráfa um í leit að lifandi fólki til að éta ) hafa verið gríðarlega vinsælar undanfarin ár, og virðist ekkert lát þar á! Menn virðast endalaust geta fundið nýjar leiðir til að búa til myndir um þessi óhugnanlegu kvikindi, svo maður tali nú […]

Uppvakningaplága á Englandi – Fyrsta stikla!

Ný mynd eftir skáldsögu Seth Grahame-Smith er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum í febrúar nk., en margir muna væntanlega eftir Abraham Lincoln: Vampire Hunter sem gerð var eftir sögu sama höfundar. Þessi nýja mynd heitir því fallega nafni Pride and Prejudice and Zombies, og er eins og nafnið ber með sér , mynd um uppvakninga, og á […]

Jólin verða hryllileg í ár

Nýtt atriði hefur verið birt úr hrollvekjunni A Christmas Horror Story, en þar fáum við að sjá álfa sem breytast í ógeðslega uppvakninga, sem ráðast á jólasveininn, sem er frekar óskemmtileg sjón! Myndin er samansafn þriggja jólasagna, settar saman í eina bíómynd, en miðað við atriðið og stikluna, þar fyrir neðan, er húmor og hrolli […]

Sardínur og zombie á fljúgandi hákörlum

Árið 2017 megum við eiga von á þýskri kvikmynd um uppvakninga sitjandi á fljúgandi hákörlum, Sky Sharks. Því miður er engin stikla enn til úr myndinni, en listamaðurinn Wolfgang Matzl, hefur hinsvegar lokið við gerð skáldaðrar sardínuauglýsingar sem sýnd verður í bíómyndinni. Við höfum áður hér á kvikmyndir.is birt hreyfimynd eftir listamanninn en hana má sjá […]

Skátar drepa uppvakninga – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr uppvakninga-gamanmyndinni Scouts Guide to the Zombie Apocalypse, sem væntanleg er í bíó á Íslandi þann 30. október nk., hefur nú litið dagsins ljós. Uppvakningar hafa notið mikilla vinsælda í bíómyndum og sjónvarpsþáttum síðustu misserin og er enginn endir sjáanlegur þar á. Scouts Guide to the Zombie Apocalypse stiklan inniheldur fullt af blóði og […]

Blóðgusur í Dead Snow 2 – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan úr norsk-íslensku uppvakningamyndinni Dead Snow: Red vs. Dead er komin út, en kvikmyndin var tekin upp hér á landi síðastliðið sumar og er meðframleiðsluverkefni Sagafilm og Tappeluft Pictures í Noregi. Myndin er framhald myndarinnar Dead Snow sem kom út árið 2009. Kvikmyndin verður frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum þann 19. janúar […]

Dauður snjór 2 á Sundance hátíðina

Uppvakningamyndin Dead Snow II – Red vs. Dead, eða Dauður snjór II – Rauðir gegn dauðum, í lauslegri íslenskri þýðingu, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni þekktu Sundance Film Festival í Utah í Bandaríkjunum, 16. – 26. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Dead Snow II er meðframleiðsluverkefni Sagafilm og Tappeluft Pictures í Noregi. […]

Franskir uppvakningar til Asíu

Franskir uppvakningar í metsöluþáttum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Canal Plus, The Returned, ætla að leggja Asíu undir sig. Þættirnir sem heita Les Revenants, á frummálinu, hafa verið seldir til nokkurra Asíulanda samkvæmt frétt The Hollywood Reporter, eða til Taílands, Suður Kóreu, Hong Kong og Taívan. Þættirnir hafa áður verið seldir til um 40 landa, þar á meðal […]

Zombie ástarsamband – stikla

Zombiemyndaæðið ætlar greinilega engan endi taka. Ný mynd um uppvakninga er væntanleg 1. febrúar nk., Warm Bodies, og síðar á árinu er svo væntanleg Brad Pitt myndin World War Z, sem er stútfull ( í orðsins fyllstu merkingu ) af uppvakningum sem vilja leggja undir sig jörðina. Skoðið stikluna hér fyrir neðan úr Warm Bodies, […]

Bond leikstjóri skoðar vampírubana

Heimurinn er greinilega sjúkur í vampírur, uppvakninga og aðrar myrkraverur, miðað við framboðið á myndum um þessar verur. Þess ber þó reyndar að geta að þessum myndum fjölgar stórlega í kringum nýafstaðna Halloween hátíð. Við sögðum í morgun frá væntanlegum uppvakningatrylli með Brad Pitt, World War Z, Hótel Transylvania með Drakúla og vinum hans er í […]