Tarantino – Topp tíu 2013

tarantinoThe Quentin Tarantino Archives vefsíðan fékk Quentin Tarantino sjálfan til að segja síðunni hvaða bíómyndir væru að hans mati 10 bestu myndir ársins til þessa.

Tarantino valdi svona lista líka á árunum 2010 og 2011, og margir höfðu gaman af að lesa þá lista.

Tarantino er eins og flestir vita hrifinn af grófu ofbeldi og dálítið ýktu, eins og til dæmis í myndum Robert Rodriguez, þannig að þar sem mynd Rodriguez, Machete Kills, er ekki á listanum, má leiða líkum að því að Tarantino eigi enn eftir að sjá þá mynd í forsýningu. Einnig eru þónokkuð af myndum sem eru ekki á listanum sem þykja  Óskarskandidatar, en ekki er víst að leikstjórinn hafi fengið tækifæri til að sjá þær enn.

En hér er listinn í stafrófsröð og leikstjórinn fyrir aftan. Þú mátt endilega segja okkur hvort þú sért sammála þessum lista eða ekki:

1. Afternoon Delight (Jill Soloway)

2. Before Midnight (Richard Linklater)

3. Blue Jasmine (Woody Allen)

4. The Conjuring (James Wan)

5. Drinking Buddies (Joe Swanberg)

6. Frances Ha (Noah Baumbach)

7. Gravity (Alfonso Cuarón)

8. Kick Ass 2 (Jeff Wadlow)

9. The Lone Ranger (Gore Verbinski)

10. This Is The End (Seth Rogen, Evan Goldberg)