Ris og Fall Armstrongs – Fyrsta stikla úr The Program

Hátt ris og að sama skapi hátt fall hjólreiðamannsins Lance Armstrong er umfjöllunarefni hinnar ævisögulegu myndar The Program þar sem Ben Foster fer með hlutverk Armstrong.  Leikstjóri er Stephen Frears.

ben foster

Fyrsta stiklan úr myndinni hefur nú litið dagsins ljós, en þar sést Foster í hlutverki sínu sem hinn fyrrum dáði en nú smánaði íþróttamaður. Chris O’Dowd leikur David Walsh, blaðamanninn sem afhjúpar lyfjamisnotkun Armstrong.

Lance Armstrong, 43 ára, vann erfiðustu hjólreiðakeppni í heimi, Tour de France, sjö sinnum í röð, frá 1999 – 2005, en var sviptur titlunum þegar lyfjamisnotkun hans var gerð opinber árið 2012.

Myndin er gerð eftir bók Walsh, Seven Deadly Sins, og handritið skrifar John Hodge, sem þekktur er fyrir Trainspotting og The Sweeney.

Aðrir leikarar eru m.a. Dustin Hoffman, Guillaume Canet og Lee Pace.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Myndin er væntanleg í bíó í lok þessa árs.