Brad Pitt snýr sér að gamanmyndum

bradpittLeikarinn og framleiðandinn Brad Pitt hefur áhuga á því að leika aftur í gamanmyndum og vill ólmur vinna með leikstjóranum Judd Apatow.

Pitt hefur forðast að leika í gamanmyndum síðustu ár og einbeitt sér frekar að spennu- og dramamyndum. En það mun breytast í bráð, því hann hefur verið í viðræðum við Judd Apaotow, sem er einn vinsælasti gamanmyndaleikstjóri þessa dagana, til þess að leika aðalhlutverk í næstu mynd hans.

Þrátt fyrir vinskap Apatow og fyrrverandi unnustu Brad Pitt, Jennifer Aniston, þá eru þeir miklir mátar og er Apatow sagður hafa mikinn áhuga á því að gera gamanmynd með Pitt. Leikarinn hefur þó sínar reglur og vill að Apatow skrifi upprunalegt handrit með sér í aðalhlutverki, en ekki endurgerð.

Síðasta gamanmynd sem Pitt lék í var Burn After Reading í leikstjórn Coen-bræðra, árið 2008. Þar lék hann vitgrannann líkamsræktarþjálfara sem finnur geisladisk og er sannfærður um að hann hafi komist yfir verðmæt ríkisleyndarmál.