Jimi Hendrix á bar í Lundúnum

Ný ævisöguleg bíómynd um rokkgítarhetjuna Jimi Hendrix, All Is By My Side, verður frumsýnd á þessu ári. Með aðalhlutverkið fer enginn annar en André Benjamin, en hann er þekktur sem André 3000 úr hljómsveitinni Outkast, en André hefur einnig getið sér gott orð sem leikari.

allisbymyside_02

Í myndinni er sagt frá Jimmy James, óþekktum gítarleikara, sem fór frá New York borg til Lundúna í Englandi árið 1966. Ári síðar sneri hann aftur sem Jimi Hendrix.

Aðrir leikarar í myndinni eru Imogen Poots, Hayley Atwell, Ruth Negga og Adrian Leste.

Nú er komin fyrsta myndbrotið úr myndinni og er André ansi sannfærandi sem Hendrix. Í atriðinu sjáum við Hendrix spjalla við stúlku á bar í Lundúnum, rétt áður en hann flýgur aftur til Bandaríkjanna.