Tvífarinn truflar – Fyrsta sýnishorn úr Enemy

Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er spennumyndin Prisoners eftir kanadíska leikstjórann Denis Willeneuve vinsælasta myndin í Bandaríkjunum þessa helgina. Willeneuve gerði hina Óskarstilnefndu Incendies árið 2011, en á milli hennar og Prisoners gerði hann myndina Enemy, sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Toronto nú í september.

enemy_3-620x435

Í Enemy unnu þeir fyrst saman, þeir Willeneuve og Jake Gyllenhaal, en Gyllenhaal leikur einnig í Prisoners. Enemy er ráðgáta og spennutryllir þar sem skoðað er inn í undirvitund manns sem á í tilfinningalegri krísu, sem rekst á tvífara sinn ( eða er hann það ? ) sem býr í nágrenninu.

enemy_2

Fyrsta sýnishornið hefur verið birt ásamt ljósmyndunum sem fylgja þessari frétt, og plakati sem sjá má hér neðst. Sýnishornið gefur reyndar ekki mikla innsýn í myndina, en maður fær smá tilfinningu fyrir stemmningu og persónum:

Aðrir leikarar eru Mélanie Laurent, Sarah Gadon og Isabella Rossellini. 

enemy_poster