Jack Harper í hæstu hæðum

Tom Cruise í íslensku landslagi í framtíðartryllinum Oblivion, fer beint á topp íslenska DVD/Blu-ray listans, sína fyrstu viku á lista.

oblivion-pic-19

Myndin gerist árið  2073. Sjóliðsforinginn Jack Harper býr í hátæknilegri háloftastöð og er einn af fáum sem sinna viðgerðum og viðhaldi á alls konar tækjum og vélmennum á jörðu niðri. 60 árum fyrr höfðu verur frá öðrum hnöttum ráðist á Jörðina með þeim afleiðingum að hún varð nánast óbyggileg og snýst starf Jacks um að finna og nýta sem best þær auðlindir sem þar er enn að finna. Dag einn hrapar einhvers konar geimskip til jarðar nálægt vinnusvæði Jacks og þegar hann rannsakar brakið finnur hann í því konu sem hefur komist af í lífhylki. Þessi fundur á heldur betur eftir að setja í gang æsispennandi atburðarás sem mun opna augu Jacks fyrir því að líf hans sjálfs er ekki eins einfalt og hann hélt að það væri …

Í öðru sæti á listanum er toppmynd síðustu fjögurra vikna, myndin Identity Thief, með Melissu McCarthy í aðalhlutverkinu. Hasarhetjurnar í G.I. Joe:Retaliation koma næstar á sinni annarri viku á lista og í fjórða sæti er Broken City með Mark Wahlberg og fleiri góðum leikurum. Í fimmta sæti er svo 21 and Over, og fer upp um ein átta sæti.

Tvær nýjar myndir eru á listanum til viðbótar. Oz the Great and Powerful kemur beint inn í 11. sætið og The Guilt Trip fer beint í það tuttugasta.

Sjáðu hér hvaða myndir eru nýkomnar og væntanlegar á DVD/Blu-ray

Sjáðu hér DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu myndir landsins á vídeóleigunum:

listinn