Soderbergh staðfestir sögusagnir

Hinn 50 ára gamli leikstjóri Steven Soderbergh hefur staðfest að hann sé hættur að búa til kvikmyndir og ætlar hann að einbeita sér aðallega að listmálun í framtíðinni.

Fyrir nokkrum mánuðum hófust sögusagnir um að Soderbergh væri að hætta að leikstýra kvikmyndum og hefur hann rætt um það áður en aldrei staðfest það. Matt Damon kom fram í viðtali við Usa Today fyrir nokkru og leysti frá skjóðunni. Nú hefur Soderbergh sjálfur staðfest þessar sögusagnir.

„Það hlusta allir þegar Matt opnar munninn“ segir Soderbergh og heldur áfram „Ég hef oft talað um þetta en enginn vildi hlusta.“

„Ég finn það þegar ég þarf að snúa mér að öðru, þetta er samblanda af því að vilja breyta um persónuleika og vita að ég hafi hætt að þróast sem kvikmyndagerðamaður,“ segir Soderbergh að lokum.

Side Effects er nýjasta myndin frá Soderbergh og fjallar um konu sem leitar til geðlæknis sem lætur hana fá lyf og fær konan í kjölfarið furðulegar aukaverkanir. Með aðalhlutverk fara Rooney MaraChanning TatumCatherine Zeta-JonesJude Law og Vinessa Shaw.

Soderbergh á glæsilegan feril að baki og hefur leikstýrt myndum á borð við Erin BrockovichOcean’s ElevenTraffic, Che og Sex, Lies, and Videotape.