Tatum er kynþokkafyllsti karlmaður í heimi

People tímaritið bandaríska hefur útnefnt bandaríska leikarann og kyntáknið Channing Tatum sem kynþokkafyllsta mann í heimi.

Channing er 32 ára, og hafði hann betur í vali tímaritsins, á móti folum eins og Bradley Cooper, Brad Pitt og George Clooney. 

Tatum segir um valið að hann hafi fyrst haldið að tímaritið væri að gera grín í sér. „Ég sagði [ konunni minni ] Jenna [Dewan-Tatum] fréttirnar eftir að hafa verið í baðkarinu með henni að þvo hundana okkar, sem urðu fyrir árás skunka,“ sagði Tatum.

„Hún sagði, hvað?“ bætti hann við, og sagði að konan kallaði hann ekki lengur neitt annað Kynþokkafyllsta mann heims.

Tatum hefur átt frábært ár í Hollywood, en þrjár mynda hans hafa þénað meira en 100 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum, The Vow, 21 Jump Street og Magic Mike, en í þeirri síðastnefndu lék Tatum nektardansara.