Bond stiklan svalar þorstanum

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu James Bond-ræmuna, Skyfall, er nú aðgengileg á netinu, en hún stendur svo sannarlega undir væntingum. Að þessu sinni fer breski ofurnjósnarinn á austrænar slóðir, jafnt og breskar. En eftir að MI6 verður  fyrir árás þarf Bond ekki aðeins að elta uppi og stöðva sökudólgana, heldur þarf hann einnig að finna út hvort hollusta hans gagnvart M sé ennþá trygg þegar fortíðarskuggar hennar blandast í málin.

Myndin er í höndum óskarsverðlaunaða leikstjórans Sam Mendes sem færði okkur American Beauty og The Road To Perdition, en tilvist hans í framleiðslu myndarinnar er merki um góða stefnu og gæði að mati okkar kvikmyndanjarðanna.

Stiklan ætti svo sannarlega að svala þorstanum á þessum heita degi en ég vara ykkur við, þið gætuð orðið jafn bilaðslega spennt fyrir myndinni eins og ég eftir þetta stutta innlit í myndina:

Síðan 2006 hefur orðspor Bond-myndanna batnað til muna meðal gagnrýnenda og áhorfenda sem fannst serían hafa orðið of kjánaleg og formúlukennd, jafnvel þó Quantum of Solace stóðst ekki væntingar þeirra sem gjörsamlega dýrkuðu óvæntu snilldarlegu endurupptöku seríunnar, Casino RoyaleDaniel Craig útgáfan af James Bond er jafnvel að mati margra sú vandaðasta og svalasta hingað til, og ég tek svo sannarlega undir það. Ég held að sem felstir munu leggja örlítið af kúlinu sínu til hliðar fyrir Skyfall og taka það út þegar hún lendir í bíóhúsum.

Hvernig er stemmarinn fyrir Skyfall og hver er uppáhalds Bond-leikarinn og Bond-myndin ykkar?