Jennifer Aniston er rænt í ‘Switch’

Jennifer Aniston og Dennis Quaid hafa bæst í leikhóp ‘Switch‘. Myndin tengist ekkert nýlegu kvikmyndinni The Switch sem Aniston lék einmitt í, heldur er um óbeina forsögu Jackie Brown eftir Tarantino að ræða, sem við sögðum frá að væri í vinnslu fyrir skömmu. Báðar myndirnar byggja semsagt á bókum eftir Elmore Leonard, Rum Punch og The Switch.

Aniston mun fara með veigamikið hlutverk í myndinni,  en söguþráður hennar er eitthvað á þá leið að þeir Ordell og Louis, í þetta skiptið leiknir af Yasin Bey (Mos Def) og John Hawkes, ákveða eftir að hafa kynnst í fangelsi að ræna eiginkonu vel stæðs verktaka og heimta fyrir hana launsargjald. Það sem þeir reikna ekki með er að eiginmaðurinn hefur lítinn áhuga á að fá konuna sína aftur. Plottið snýst við og eiginkonan gengur í lið með krimmunum til að féfletta eiginmanninn. Aniston mun fara með hlutverk mannránsfórnarlambsins, og Quaid mun leika eiginmann hennar. Þá hefur Ty Burell (úr Modern Family) einnig bæst í leikhópinn. Dan Schechter heldur um taumana í þetta skiptið, en hann skrifaði einnig handritið.

Þessi mynd er farin að hljóma spennandi í mínum eyrum, og Aniston er sérstaklega áhugaverð viðbót. Gaman að sjá að hún sé farin að brjótast út úr formúlumyndunum sem hún hefur nánast verið föst í síðastliðinn áratug, en Horrible Bosses nú á árinu var einnig skemmtileg tilbreyting fyrir hana. Þá lítur Wanderlust út fyrir að vera skemmtilega klikkuð. En auðvitað mun þessi mynd fyrst og fremst velta á hvernig Schechter stendur sig í leikstjórastólnum.

Jennifer Aniston er rænt í 'Switch'

Jennifer Aniston og Dennis Quaid hafa bæst í leikhóp ‘Switch‘. Myndin tengist ekkert nýlegu kvikmyndinni The Switch sem Aniston lék einmitt í, heldur er um óbeina forsögu Jackie Brown eftir Tarantino að ræða, sem við sögðum frá að væri í vinnslu fyrir skömmu. Báðar myndirnar byggja semsagt á bókum eftir Elmore Leonard, Rum Punch og The Switch.

Aniston mun fara með veigamikið hlutverk í myndinni,  en söguþráður hennar er eitthvað á þá leið að þeir Ordell og Louis, í þetta skiptið leiknir af Yasin Bey (Mos Def) og John Hawkes, ákveða eftir að hafa kynnst í fangelsi að ræna eiginkonu vel stæðs verktaka og heimta fyrir hana launsargjald. Það sem þeir reikna ekki með er að eiginmaðurinn hefur lítinn áhuga á að fá konuna sína aftur. Plottið snýst við og eiginkonan gengur í lið með krimmunum til að féfletta eiginmanninn. Aniston mun fara með hlutverk mannránsfórnarlambsins, og Quaid mun leika eiginmann hennar. Þá hefur Ty Burell (úr Modern Family) einnig bæst í leikhópinn. Dan Schechter heldur um taumana í þetta skiptið, en hann skrifaði einnig handritið.

Þessi mynd er farin að hljóma spennandi í mínum eyrum, og Aniston er sérstaklega áhugaverð viðbót. Gaman að sjá að hún sé farin að brjótast út úr formúlumyndunum sem hún hefur nánast verið föst í síðastliðinn áratug, en Horrible Bosses nú á árinu var einnig skemmtileg tilbreyting fyrir hana. Þá lítur Wanderlust út fyrir að vera skemmtilega klikkuð. En auðvitað mun þessi mynd fyrst og fremst velta á hvernig Schechter stendur sig í leikstjórastólnum.