Stikla: Aniston og Rudd í kommúnu

Hver hefur áhuga á rómantískri gamanmynd með Paul Rudd og Jennifer Aniston í aðalhlutverki, rétt upp hönd! Enginn? Það væri svo sem ekki skrýtið, enda hljómar það ekki beint nýtt og ferskt. Sýnishornið að Wanderlust gæti þó breytt því! Ég kíkti á þennan trailer og hann kom mér þægilega á óvart, myndin lítur ekki eins auðgleymanlega út og síðasta mynd sem þau léku í saman. Reyndar fannst mér í 5 sekúndur Rudd og Aniston bara ekki passa saman (hann er maðurinn hennar Phoebe!) en það ætti ekki að trufla myndina frekar.

Wanderlust fjallar semsagt um par sem lifað hefur háa lífinu í New York, en enda vegna raðar atburða á því að dvelja í hippakommúnu þar sem lífið hefur önnur gildi. Myndin er eftir David Wain, sem einnig leikstýrði Role Models með Rudd. Klisjukennd saga kannski, en ef framkvæmdin er góð skiptir það ekki öllu máli. Höfum þetta ekki flóknara, hér er stiklan: