Náðu í appið
Öllum leyfð

Latibær - sería 4 - Förum til tunglsins 2015

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Förum til tunglsins og þrír aðrir þættir

115 MÍNÍslenska

Hér er kominn fyrsti diskurinn í fjórðu seríu hinna bráðskemmtilegu þátta um krakkana í Latabæ, Glanna glæp og Íþróttaálfinn sem hefur ráð undir rifi hverju. Diskurinn inniheldur fjóra þætti sem eru hver öðrum skemmtilegri og fjörugri. Þeir eru: Förum til tunglsins Sería 4 hefst á því að krakkarnir eru í geimfaraleik sem gefur Glanna þá hugmynd... Lesa meira

Hér er kominn fyrsti diskurinn í fjórðu seríu hinna bráðskemmtilegu þátta um krakkana í Latabæ, Glanna glæp og Íþróttaálfinn sem hefur ráð undir rifi hverju. Diskurinn inniheldur fjóra þætti sem eru hver öðrum skemmtilegri og fjörugri. Þeir eru: Förum til tunglsins Sería 4 hefst á því að krakkarnir eru í geimfaraleik sem gefur Glanna þá hugmynd að flytja til tunglsins þar sem hann væri laus við Íþróttaálfinn og hávaðasama krakka. Glanni flýgur til tunglsins með krakkana á hælum sér, en vandræðin eru á næsta leiti og enn er það Íþróttaálfurinn sem þarf að mæta á staðinn og bjarga þeim úr vandræðum. Síðasta íþróttanammið Glanni ákveður að ferðast aftur í tímann til að koma í veg fyrir að Jóhann íþróttanammifræðingur gróðursetji fyrsta íþróttanammitréð. Íþróttaálfurinn og krakkarnir verða að stöðva Glanna áður en allt íþróttanammið í Latabæ hverfur. Leynivinadagur Þegar krakkarnir eru að leika sér í leynivinaleik veldur misskilningur því að Halla treystir Sollu ekki lengur og yfirgefur leikinn. Á meðan er Íþróttaálfurinn fjarverandi í leiðangri og spurningin er: Munu þær Halla og Solla ná að bjarga vináttu sinni án hans? Nýr krakki í bænum Spýtustrákurinn Gosi birtist í Latabæ til að hjálpa Glanna að ljúga að krökkunum og sannfæra þá um að borða sykurhúðaðan sleikjó. Solla og Íþróttaálfurinn lenda í kappi við tímann að færa krökkunum íþróttanammi og hjálpa þeim að ná aftur upp orku. Hver þáttur er tæplega 30 mínútur að lengd.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn