Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Mystic River 2003

Justwatch

Frumsýnd: 21. nóvember 2003

We bury our sins, we wash them clean.

137 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 84
/100

Í hverfi einu í Boston sumarið 1975 eru þrír vinir, Dave Boyle, Jimmy og Sean, að leika sér á gangstétt þegar Dave er rænt af tveimur mönnum og mysþyrmt kynferðislega í nokkra daga. Að lokum sleppur Dave frá þeim og atvikið hefur mikil áhrif á hann á fullorðinsárum. Jimmy er fyrrum fangi og þriggja barna faðir, en dóttir hans Katie, finnst látin og Dave... Lesa meira

Í hverfi einu í Boston sumarið 1975 eru þrír vinir, Dave Boyle, Jimmy og Sean, að leika sér á gangstétt þegar Dave er rænt af tveimur mönnum og mysþyrmt kynferðislega í nokkra daga. Að lokum sleppur Dave frá þeim og atvikið hefur mikil áhrif á hann á fullorðinsárum. Jimmy er fyrrum fangi og þriggja barna faðir, en dóttir hans Katie, finnst látin og Dave er grunaður um verknaðinn. Sean er í morðdeild rannsóknarlögreglunnar, og rannsakar morðið á Katie, og nú þarf hann að takast á við drauga úr fortíð og nútíð, eftir því sem meira kemur í ljós um morðið á Katie. Hann kemst að því að Katie átti kærasta, en rannsókn á skotvopninu leiðir til föður hennar, sem aftur beinir grun að kærastanum. Mun Sean komast að hinu sanna? Mun Jimmy hafa það af í gegnum rannsóknina? Og mun Dave einhverntímann komast að því hvað gerðist í raun þegar honum var rænt? ... minna

Aðalleikarar

Ein af óteljandi ógleymanlegu myndum Eastwoods
Þrír vinir af nafni Dave Boyle,Jimmy Markum og Sean Devine voru að leika sér úti og svo koma tveir menn og fara að bjalla við þá og ræna Dave Boyle og svo sleppur hann eftir fjóra daga. Eftir 24 ár þá deyr dóttir Jimmy Markum og þá hittast þeir aftur á ný, Sean Devine er lögreglumaður og hann tók að sér málið og svo byrjar fjörið.
Clint Eastwood hefur gert óteljandi ógleymanlegar myndir og þessi er ein af þeim. Dave lendir svo óheppilega í því að hafa verið misnotaður og laminn af þessum mannræningjum og eftir þetta hræðilega atvik þá hefur hann gjörbreytst og er mjög óöruggur með sjálfan sig.

Sean Penn fer með hlutverkið Jimmy, Tim Robbins fer með hlutverkið Dave og svo Kevin Bacon fer með hlutverkið Sean og þeir standa sig eins vél og hægt er. Átta Óskarinn fékk myndin og ekki á ástæðislausu ef þú ert ekki búinn að sjá þessa þá þarftu að gera það núna. Þessar 138 min fjúka eins og vindurinn í myndini.

Einkunn:8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mystic river er fín þó að mér finnist hún ekki nærri því eins fullkomin og mörgum öðrum finnst. Hún er þó það skemmtileg að hún verkar alls ekki langdregin en það sem dregur hana helst niður er illa skrifað handrit sem að öllum líkindum var ekki kokkað nógu vel upp úr skáldsögunni sem myndin er byggð á. Leikurinn er engu að síður mjög fínn, Kevin Bacon, Tim Robbins og Sean Penn eru allir mjög sterkir í sínum hlutverkum, Laurence Fishburne er ágætur en Laura Linney sem yfirleitt er mjög skemmtileg líður hér soldið fyrir að vera í ekki nógu áberandi hlutverki. Ég var ekki nógu sáttur við endinn á þessari mynd, ég get ekki skilgreint hann án þess að vera spoiler en þeir sem séð hafa myndina vita hvað ég á við ef ég vitna óbeint í Bob Marley lagið 'I shot the sheriff'. Það sem böggaði mig kom í áframhaldi af því. Hvað um það, góð mynd, ekki svona góð en góð samt. Ómissandi fyrir morðgátudýrkendur en ekki búast við meistaraverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir nokkur hálfkák síðustu árin þá kemur Clint Eastwood heldur betur til baka árið 2003 og gerir þetta stórkostlega meistaraverk sem snerti mig meira heldur en nokkur önnur kvikmynd í óralangan tíma. Eftir að hafa gert A Perfect World árið 1993 þá hefur Eastwood dottið í eitthvað þurratímabil, þó að kvikmyndirnar sem hann hefur sent frá sér hafi ekki verið neitt sérstaklega slæmar þá jafnast þær ekkert á við t.d Unforgiven. Leikurinn í Mystic River er nánast óaðfinnanlegur og stendur þar hæst Sean Penn sem átti Óskarinn fyllilega skilið, Tim Robbins, Laurence Fishburne, Marcia Gay Harden, Kevin Bacon og Laura Linney voru öll einfaldlega stórkostleg. Persónusköpun og uppbygging spennunnar er jafnframt svolítið furðuleg en enga að síður brilliant. Besta mynd ársins 2003 ásamt Lord Of The Rings.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mystic River er algjört meistaraverk sem hlotið hefur einróma lof gagrýnenda og hlaut hún tvö óskarsverðlaun á síðastliðinni óskarsverðlaunahátíð. Myndin fjallar um þrjá æskuvinni, stráka að nafni Sean, Jimmy og Dave. Myndin byrjar þegar þeir eru smá pollar og eru þeir að leika sér á götunni sinni í hokký þegar Jimmy fær þá til að skrifa nöfnin sín í blauta steipu. En þá kemur maður út úr bíl og segist hann vera lögga og skammar hann strákana og tekur svo Dave upp í bíllinn og ekur með hann á brott. Það liðu fjórir dagar þangað til að hann slap úr prísundinni en hann varð aldrei samur eftir atburðinn. Myndin heldur svo áfram um 25 árum seinna þegar dóttir Jimmy er myrt á hrotalegan hátt. Sean er orðinn lögga og er hann fenginn til að rannsaka morðið. Jimmy er með sambönd í undiheiminn og sver hann að finna morðingja dóttur sinnar á undan lögreglunni og drepa hann. Dave liggur undir grun sem morðingi hennar. Meira læt ég ekki upp um söguþráðinn. Myndin er í alla staði vel gerð. Tónlistin er frábær sem og kvikmyndatakan. Öll tæknilega hlið myndarinar er vel gerð. Leikstjórn myndarinar er frábær og á Clint Eastwood hrós skilið. Svo er komið að leiknum sem er einn kafli út af fyrir sig, enda er Mystic River best leikna mynd ársins 2003 að mínu mati. Sean Penn á stórleik sem Jimmy og fékk hann verðskulduð óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína sem er hreint út sagt mögnuð. Kevin Bacon er einnig frábær sem löggan Sean og er það skandall að hann skyldi ekki hafa verið tilnefndur til óskarsverðlaunana sem besti leikarai í aukahlutverki fyrir þennan miklia leiksigur sinn. Allir hinnir leikararnir standa sig mjög vel en senuþjófur myndarinar er án vafa Tim Robbins en hann á stórleik sem Dave, drengurinn sem var beittur kynferðislegu ofbeldi og hefur alldrei náð sér af því. Tim Robbins hlaut verðskulduð óskarsverðlaun fyrir framistöðu sína í myndinni. Í alla staði er Mystic River frábær mynd sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég vissi við hverju mátti búast þegar ég ákvað að taka Mystic River á leigu miðað við hvað ég hafði lesið um hana. Ég var ekki fyrir neinum vonbrigðum þrátt fyrir það sem ég hafði heyrt og séð. Þetta handrit er hreynt útsagt snilld! Ég gat ekki séð neinn svartan blett á þessari mynd og ekkert sem ég get sett útá. Leikaravalið var ekki á verri endanum enda skilaði það sér með góðum árangri á óskarsverðlauna hátíðinni í fyrra. Þar má nefna Sean Penn og Tim Robbins sem voru algjörir gullmolar. Einnig má nefna Laurence Fishburne sem mér fannst standa sér mjög vel. Clint Eastwood sannar enn og aftur að hann er fæddur í heim kvikmyndanna. Ég mæli með þessari fyrir þá sem vilja njóta þess að horfa á frábæran drama.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.11.2014

Bacon í frumskóginum

Bandaríski leikarinn Kevin Bacon hefur verið ráðinn til að leika í bíómyndinni Jungle, sem er byggð á sannsögulegum atburðum sem hentu ævintýramanninn Yossi Ghinsberg. Bacon, sem þekktur er fyrir leik í myndum eins og Footloose, Apollo 13 og Mystic River, vinnur þa...

27.08.2014

Kvikmyndaplaköt sem enduðu ofan í skúffu

Kvikmyndaplaköt eru gríðarlega mikilvæg fyrir markaðssetningu og þarf plakatið bæði að vera hnitmiðað og fanga stemningu myndarinnar sem er verið að auglýsa. Fyrstu drög að plakötum falla oftast ekki í kramið....

16.07.2013

Penn í hasarinn

Tvöfaldi Óskarsverðlaunaleikarinn Sean Penn ( Milk og Mystic River ), sem hefur unnið með leikstjórum eins og Terrence Malick, Woody Allen, Brian De Palma og fleiri góðum, hefur af einhverjum ástæðum hingað til átt erfitt m...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn