Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Gone Baby Gone 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Everyone Wants The Truth... Until They Find It.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Óskarstilnefning. 16 verðlaun og 5 tilnefningar.

Amanda er týnd. Hún er bara fjögurra ára og frænka hennar ræður einkaspæjarann Patrick Kenzie til þess að hjálpa lögreglunni að spyrjast fyrir um hana í nágrenninu. Kenzie fær hjálp frá kærustunni sinni, Angie og saman komast þau að því að móðir stelpunnar hefur ýmislegt óhreint í pokahorninu. Það kemur á daginn að Amöndu var rænt og það skiptir... Lesa meira

Amanda er týnd. Hún er bara fjögurra ára og frænka hennar ræður einkaspæjarann Patrick Kenzie til þess að hjálpa lögreglunni að spyrjast fyrir um hana í nágrenninu. Kenzie fær hjálp frá kærustunni sinni, Angie og saman komast þau að því að móðir stelpunnar hefur ýmislegt óhreint í pokahorninu. Það kemur á daginn að Amöndu var rænt og það skiptir máli að ná að semja vð mannræningjana. En málið er flóknara en svo. Sjö ára strákur hverfur. Þótt hann virðist ekki tengjast hvarfi Amöndu leiðir leitin að drengnum Kenzo nær svörum við spurningum sem brenna á honum.... minna

Aðalleikarar


Þetta er rosaleg saga. Hver hefði haldið að Ben Affleck ætti svona meistaraverk í sér. Þetta er mynd um rán á lítilli stelpu. Casey Affleck (bróðir Ben Affleck) leikur aðalhlutverkið, einkaspæjara sem er ráðinn til að finna stelpuna. Casey er einn besti ungi leikarinn í dag, á framtíðina fyrir sér. Ed Harris og Morgan Freeman eru í aukahlutverkum og valda ekki vonbrigðum. Móðir rændu stelpunnar er leikin af Amy Ryan sem fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir vikið. Ég vill ekki segja of mikið um plottið en þessi mynd kom mjög skemmtilega á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sterkt handrit kemur til bjargar
Fyrir mann sem hefur ávalt fyrirlitið Ben Affleck en þó enn meira bróður hans Casey Affleck sem mér hefur alltaf fundist vera sorgleg afsökun fyrir leikara, þá er það erfitt að kyngja stoltinu og segja að þessi mynd er afskaplega vel gerð í flesta staði.

Ben Affleck tekst furðulega vel að búa til flott sögusvið og koma á leiðarenda átakanlegri mynd sem á eflaust eftir að falla í kramið hjá velflestum. Helsti styrkleiki myndarinnar er hversu raunveruleg hún virkar og hjálpar myndatakan þar mikið til, en það er ótrúlegt hversu sterkur grunnur handritið er og hvað það er í raun fáránlega sterkt og vel skrifað - það skín algerlega í gegn. Sögusviðið eru innviðar lægstu stéttar samfélagsins í Boston og fjallar myndin um hvarf 2 barna og hvernig Casey Affleck tekst að rannsaka mál þeirra beggja. Hún fléttar saman hvörfin tvö ansi vel og nær að mynda sér smá svona "fyrir hlé - eftir hlé" stemningu vegna þess hversu kaflaskipt hún er á milli þessara tveggja mála.

Ég hef alltaf hatað Casey Affleck, einfaldlega vegna þess að mér finnst hann ömurlegur leikari (jafnvel verri en Hayden Christensen og þá er mikið sagt), en eftir að ég sá hann í Jesse James þá hefur álit mitt hækkað. Eftir þessa mynd hefur það hækkað enn meir og greinilegt er að ég verð að gefa honum annan sjens. Það sem fór þó mest í taugarnar á mér varðandi myndina er að þrátt fyrir að hún er mjög góð í flestalla staði er hræðilegur leikur Michelle Monaghan í hlutverki sínu sem Angie Gennaro. Það er varla að ég hafi munað eftir henni þegar ég skrifa þessa "rýni" en hún algerlega hverfur í myndinni og ég hvet ykkur til að fylgjast með hversu virkilega gagnslaus hún er í raun og veru þegar þið horfið á myndina.

Mér finnst ótrulegt að fávitinn Ben Affleck sem ég sá síðast með einhver horn á hausnum í Daredevil hafi náð að hrista þetta drullugóða verk uppúr erminni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn