Argo
2012
Frumsýnd: 9. nóvember 2012
The Movie Was Fake, The Mission Was Real
120 MÍNEnska
96% Critics 86
/100 Fékk þrenn Óskarsverðlaun. Besta mynd, besta handrit eftir áður útgefnu efni, og besta klipping.
Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Argo er byggð á dagsannri sögu sem að mestu leyti gerist í Íran rétt eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið... Lesa meira
Þegar sex bandarískum sendiráðsmönnum tókst að komast undan uppreisnarmönnum í Íran og fela sig í kanadíska sendiráðinu var sett í gang björgunaraðgerð sem sannaði að raunveruleikinn er oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Argo er byggð á dagsannri sögu sem að mestu leyti gerist í Íran rétt eftir að íranskir uppreisnarmenn hertóku bandaríska sendiráðið í Teheran þann 4. nóvember árið 1979. Um leið og uppreisnarmennirnir lögðu sendiráðið undir sig tókst sex starfsmönnum þess að flýja og komast í skjól í kanadíska sendiráðinu. Sú hætta var fyrir hendi að ef uppreisnarmenn kæmust að því hvar sexmenningarnir væru myndu þeir taka þá af lífi. Stjórnendur í ríkisstjórn Bandaríkjanna töldu það því bráðnauðsynlegt að aðstoða sitt fólk áður en það yrði of seint. Vandamálið var auðvitað hvernig? Lausnin fólst í sérlega áhættusamri aðgerð þar sem FBI-menn voru sendir til Írans dulbúnir sem kvikmyndagerðarmenn. Í þeim blekkingarleik var síðan allt lagt undir ...... minna