Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

City by the Sea 2002

Frumsýnd: 23. maí 2003

When you're searching for a killer... the last suspect you want to see is your son.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Vincent LaMarca, rannsóknarlögreglumaður í morðdeild, á sér langan og gifturíkan feril. En í nýjasta verkefninu er mikið í húfi - sá grunaði er sonur hans. Hann og Joey hafa ekki verið í neinu sambandi síðan Vincent skildi við eiginkonu sína og yfirgaf Long Beach í Long Island, til að fara til Manhattan í NYPD. Hann lifir rólegu lífi og vill ekki binda... Lesa meira

Vincent LaMarca, rannsóknarlögreglumaður í morðdeild, á sér langan og gifturíkan feril. En í nýjasta verkefninu er mikið í húfi - sá grunaði er sonur hans. Hann og Joey hafa ekki verið í neinu sambandi síðan Vincent skildi við eiginkonu sína og yfirgaf Long Beach í Long Island, til að fara til Manhattan í NYPD. Hann lifir rólegu lífi og vill ekki binda sig. Rannsóknin dregur Vincent aftur til Long Beach, þar sem fortíðin bíður hans. Minningar sem hafa ásótt hann alla tíð, dauði föður hans, dæmds morðingja sem var tekinn af lífi þegar Vincent var ungur drengur - ásækir hann enn. Í rannsókninni þá kemst hann að því hve mikið hann á sjálfur óuppgert af fortíðinni og hvaða mistök hann hefur gert sjálfur sem faðir og hvernig það hefur haft áhrif á líf Joey, og núna gæti afadrengur hans, 18 mánaða, rétt eins farið sömu leið. ... minna

Aðalleikarar

Handrit


City by the sea fjallar um lögreglumanninn Vincent LaMara (leikinn af Robert DeNiro). Vincent er lögreglumaður í New York. Hann er hálfgerður einfari, býr einn en á í ástarsambandi við nágranna sinn (leikin af Frances McDormand). Vincent starfar í morðdeildinni og þegar inn á borð hans kemur morðmál sem bendlar son hans (sem hann hefur ekki séð eða heyrt í mörg ár) við það fara hjólin að snúast. Michael Caton -Jones leikstýrir þessari mynd og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann og Robert DeNiro vinna saman. Þeir gerðu myndina This boys Life fyrir nokkrum árum og tókst þá mun betur upp. City by the Sea er ein af þessum myndum sem hefur alla burði til að vera gæðamynd en það er handritið sem dregur hana niður. Hún verður of langdregin og of margir lausir endar. Samt sem áður er City by the Sea ágætis afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ekki mynd sem hægt er að mæla með. Allt fyrir utan góðan leik og góða sögu er lélegt við myndina, hún er allt of löng sem gerir hana frekar leiðinlega. Myndin er uþb tveir tímar sem líða þó eins og þrír en hún ætti alls ekki að vera meira en einn og hálfur. Nafngiftin, city by the sea, er fráhrindandi og hljómar eins og einhver ástarvella en skírskotar þó beint í mynina. Sagan er þó pínulítið spennandi en nær samt enganveginn að halda manni við skjáinn.

Niðurstaðan er sú að hvorki ætti að eyða púðri né peningum í þessa frekar leiðinlegu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins og langur sjónvarpsþáttur með frægum leikurum (sjónvarpsþættir geta líka verið stjörnuefni). Semi-spennandi, semi-áhugaverð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn