Basic Instinct 2 (2006)
"Sometimes Obsession Can Be Murder"
Glæpasagnahöfundurinn Catherine Tramell býr í Lundúnum, og blandast inn í lögreglurannsókn, þegar kærasti hennar, fótboltamaðurinn, drukknar í bílslysi, og í ljós kemur að hann hafi...
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Kynlíf
BlótsyrðiSöguþráður
Glæpasagnahöfundurinn Catherine Tramell býr í Lundúnum, og blandast inn í lögreglurannsókn, þegar kærasti hennar, fótboltamaðurinn, drukknar í bílslysi, og í ljós kemur að hann hafi þá þegar verið látinn af völdum ofnotkunar eiturlyfja, áður en bíllinn, sem Tramell ók sjálf, fór í vatnið. Geðlæknir lögreglunnar, Dr. Michael Glass, er fenginn til að skoða Tramell, og heillast af þessari aðlaðandi konu. Vinur hans, rannsóknarlögreglumaðurinn Roy Washburn er hinsvegar sannfærður um sekt Tramell. Tramell biður Glass um að veita sér meðferð við áhættufíkn, og með hverjum fundi þeirra, þá verður Glass meira efins um heilindi hennar. Eftir því sem fleiri morð eru framin, þar á meðal er eiginkona Glass myrt, þá verður Glass heltekinn af því að sanna sekt Tramell, þó að sönnunargögnin bendi ekki til hennar.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur






























