Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Queen of the Damned 2002

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 31. maí 2002

The Mother Of All Vampires / All She Wants Is Hell On Earth

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 17% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Eftir langan svefn í kistu sinni, þá vaknar vampíran Lestat og kemst að því að heimurinn er breyttur og hann vill taka þátt. Hann safnar saman fylgdarliði og verður rokkstjarna en um leið vekur hann úr dái hina fornu drottningu Akasha og hún vill fá hann sér við hlið fyrir konung ...

Aðalleikarar


Queen of the Damned á að vera hálfgert framhald af Interview with the vampire, en aðdáendur Int. ættu ekki að hugsa um hana sem slíka. Það sem ég frétti að hefði gerst var að Anne Rice skrifaði nokkrar bækur sem urðu að heimsfrægri vampíruseríu, og þar á meðal voru fyrstu 3 bækurnar Interview with the vampire, The vampire Lestat og The Queen of the Damned. Fyrsta bókin var kvikmynduð fyrir nokkrum árum, og á hún að hafa heppnast vel. Bókum nr. 2 og 3 var þjappað saman í eina fáránlega mynd, þar sem það voru eins fáar persónur notaðar úr bókunum eins og hægt er, meira að segja vantaði Louis! En þrátt fyrir allt, ef þið hugsið um Queen of the Damned sem asnalega, en skemmtilega, sjálfstæða mynd þá ætti hún að vera fyrirtaks skemmtun. Plús það að tónlistin er geðveik og Lestat ótrúlega sætur. Einhvað sem enginn vampíruunnandi ætti að missa af !!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar slöpp mynd um vampíruna Lestat og skapara hans Marius. Lestat vaknar af hundrað ára svefni og kemur í ljós að honum finnst heimurinn betri nú en fyrir 100 árum. Hann ögrar vampíruheiminum með því að auglýsa sig sem vampíru í hinum dauðlega heimi og myndin fjallar aðallega um það og samband hans við hina ógnvænlegu Aköshu sem á víst að vera hin ægilega drottning hinna ódauðlegu. Myndin er byggð á bókum Önnu Rice, The vampire chronicles. Ég bjóst nú kannski ekki við neinni frábærri mynd þegar ég tók hana. Hún jafnast aldeilis ekki við forvera sinn Interview with the vampire sem er byggð á sömu bókum. Engin sérstök bíómynd en fín afþreying.
Tvær stjörnur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir neikvæða gagnrýni fann ég fyrir löngun til að sjá þessa mynd þar sem Interview With The Vampire er ein af mínum uppáhalds myndum. Eins og gerist oft þegar maður fer gegn innsæi sínu varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Aðalpersónan er vampíran Lestat, sem Tom Cruise lék ógleymanlega í Interview, en hér er hann leikinn af Stuart Townsend sem er vægast sagt ömurlegur í hlutverkinu. Fyrir utan að hafa oddhvassar tennur og sama nafn fann ég ekki fyrir neinu sameiginlegu í þessum Lestat og þeim sem Cruise lék í Interview. Stór hluti af vandamálum myndarinnar er að sagan virðist ekki vera neitt sérstaklega góð, eða a.m.k. ekki handritið. Engu að síður hefði hefði verið að hægt að gera betri mynd úr efniviðnum. Í stuttu máli fannst mér þetta því vera alveg vonlaus mynd sem hefur upp á mjög lítið að bjóða, hvort sem það er fyrir hryllingsmyndafíkla eða aðra. Ef fleiri sögur Ann Rice verða kvikmyndaðar vona ég að meiri metnaður verði lagður í það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Queen of the Damned er eiginlega framhald myndarinnar Interview with the vampire svo að ég held að það myndi ekki saka að vera búin að sjá hana þó að það skipti nú ekki miklu máli. Annars er þessi mynd afar spennandi og inniheldur hún góða rokk tónlist. Söguþráðurinn er ágætur, hún Jesse Reeves (Marguerite Moreau) verður forvitin um vampírur og eftir að hún fréttir að þær halda sig í borginni. Hún kemur höndum yfir dagbók einnar vampírunnar Lestat (Stuart Townsend) og verður því æ meir forvitnari. Akasha drottning (Aaliyah) vill að Lestat verði kóngur sinn og þegar Jesse kemst að því gerir hún allt til að koma í veg fyrir það, því það er ekki af hinu góða.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er því miður ósköp fátt til þess að mæla með í þessari útþynntu nauðgun á annars fínum bókum Anne Rice. Það er í raun varla hægt að segja að þessi mynd sé á nokkurn hátt byggð á bókunum hennar, enda er nánast öllum persónum og atburðum breytt svo mikið að óþekkjanlegir verða. Þess utan þá virkar þessi kvikmynd alls ekki. Stuart Townsend er fínn leikari, og mun betri en hann nær að sýna í þessari mynd. Þess vegna er synd að sjá hvað hann virkar hallærislegur, en hann er svo sem ekki einn um það. Allir leikarar í myndinni, og sérstaklega Aalyah heitin, eru gjörsamlega úti á þekju. Það sem er nefnilega svo hættulegt við það að kvikmynda svona Gothic skáldsögur, er að það er alltaf hætta á því að þær verði svona einum of eitthvað. Það er einmitt það sem gerist í þessari mynd, en náðist svo vel að forðast í Interview With The Vampire. Maður flissar frekar en eitthvað annað, þegar leikararnir standa þarna með lélegar vampírutennur, í leikrænum búningum, að reyna að fara með mishallærislegar línur. Myndin nær engan vegin þeim epíska fíling sem Interview náði. Önnur stór mistök eru notkunin á þungarokkinu í myndinni. Tónlistin dregur myndina niður úr því að vera Gothic yfir í að vera Goth, sem er alls ekki sami hluturinn og passar engann veginn við í þessu tilviki. Hvað varð um hina mikilfenglegu tónlist sem var í Interview og afhverju er þungarokkshljómsveitin Korn komin í staðinn? Myndin þjáist einnig fyrir það að vera gerð fyrir of lítinn pening, enda sést það greinilega á allri tæknivinnu sem er langt fyrir neðan meðallag. Það eina sem stendur í raun upp úr, er hvað mörg settin í myndinni eru smekklega valin og falleg. Því miður er afgangurinn af myndinni verulega lélegt fóður og er fólk hérmeð varað við því að eyða 800 krónum í þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn