John Beaumont er eigandi bresks járnbrautarfyrirtækis sem er að byggja járnbraut í gegnum Uganda í Afríku. Þörf er á brú yfir stóra á, og verkfræðingurinn John Henry Patterson fer til Afríku til að hafa umsjón með byggingunni. Beaumont gefur Patterson stíf tímamörk, og verktakinn er sannfærður um að smíðin klárist fyrir tilsettan tíma. En þegar nokkrir... Lesa meira
John Beaumont er eigandi bresks járnbrautarfyrirtækis sem er að byggja járnbraut í gegnum Uganda í Afríku. Þörf er á brú yfir stóra á, og verkfræðingurinn John Henry Patterson fer til Afríku til að hafa umsjón með byggingunni. Beaumont gefur Patterson stíf tímamörk, og verktakinn er sannfærður um að smíðin klárist fyrir tilsettan tíma. En þegar nokkrir verkamenn eru drepnir í ljónaárás, þá neyðist Patterson til að taka til sinna ráða og ráða niðurlögum ljónsins. En eftir að hann drepur eitt ljón kemur í ljós að það eru fleiri en eitt ljón að verki. Ljónaárásirnar halda áfram og að lokum liggja 130 manns í valnum, og Patterson og Beaumont ákveða að kalla til Charles Remmington, þaulvanan veiðimann sem skilur eðli þessara mannæta og veit hvernig á að fanga þau. Myndin er byggð á sannri sögu.... minna
Mér fannst þetta hin fínasta spennumynd. Langt síðan maður sá þessa, en hún samt skilaði sínu. Michael Douglas og Val Kilmer eru fínir í sínum hlutverkum.