Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mögnuð mynd þar sem að margt er að gerast, allt er á fullu og maður gleymir sér eiginlega yfir henni. Matt LeBlanc(blanc þýðir auður/tómur á frönsku) er bara flottur ofurtöffari og Heather Graham er bara flott sem geimskvísa. Flott umhverfi og flottir búningar og handritið er víst sígilt og skothelt þar sem það kemur mest megnis frá samnefndu þáttunum frá USA. Reyndar er bakmyndin/umhverfið ANSI gerfilegt, en ég nennti ekki að taka mikið eftir því af því að atburðarásin var svo spennandi og mögnuð. Mæli svosem með þessari ræmu til áhorfs eins og hvað annað gæðaefni sem að menn horfa á. Þetta er allavegana betra en einhver kellingamynd (alls ekki illa meynt)
Lost in space er víst byggð á eldgömlum sjónvarpsþáttum. Gerist árið 2058 og segir frá Robinson fjöldskyldunni sem fer í ferð út í geiminn með ákveðið plan en ekki fer allt eins og ætlast var til. Matt Leblanc er svona þokkalegur, fer með hlutverk flugmanns sem er alveg gjörólíkur Joey úr Friends. Þessi mynd hefur aðallega verið gerð til að hæfa krökkum en ef hún væri bönnuð innan sextán og hefði verið mun myrkari ásamt ofbeldi og ljótu orðbragði(það er að segja að þeir hefðu gefið alveg skít í þættina) þá er ég fullviss um að hún hefði getað orðið algjört meistaraverk. En svo er víst ekki og verðum við bara að taka því og líta á björtu hliðarnar. Myndin hefur vissan ferskleika og við fáum að sjá örlítið tímaflakk(alltaf jafn gaman af því). Lost in space er svona sæmileg en ég ítreka það að hún hefði getað orðið þvílík snilld ef hún hefði verið mun grófari.
Lost In Space er fyndin. Ekki haha-fyndin heldur bara fyndin. Myndin er byggð uppá gömlu ævintýraseríuna frá eitthvað um 1967 og sést það vel. Handritshöfundurinn er sá sami sem gerði Batman og Robin svo það skýrir margt. Ég skil ekkert hvað Gary Oldman er að pæla með því að taka svona hlutverk og William Hurt er eins dauður og hann getur verið. Tæknibrellurnar eru samt frábærar og er það góð ástæða til þess að sjá myndina. Þrátt fyrir því að þetta á ekki vera gamanmynd er hún samt fyndin.
Þetta var nokkuð skemmtileg og jafnframt einföld vísindafantasía um hina eilífu baráttu góðs og ílls. Allar brellur feykivel gerðar og hröð atburðarrásin til þess gerð að breiða yfir ansi stórar gloppur í handritinu. Það skiptir ekki máli, skemmtanagildið var ótvírætt. Alveg hiklaust þriggja stjörnu skemmtun.
Þetta hlýtur að vera skólabókardæmi um núll stjörnu viðbjóð. Á að vera endurgerð gamalla og, ef ég man rétt, svarthvítra sjónvarpsþátta með sama nafni. Skýtur sig hinsvegar gjörsamlega í fótinn og eftir stendur eitthvað drasl sem er verra en flest annað. Varist sem mest þið megið, jafnvel hörðustu Friends-aðdáendur skulu ekki láta blekkjast þó Joey sé þarna, hann reddar engu.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Home Entertainment
Kostaði
$80.000.000
Tekjur
$136.159.423
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
3. júlí 1998
VHS:
8. desember 1998