Lost in Space
1998
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 3. júlí 1998
An adventure like nothing on Earth
130 MÍNEnska
27% Critics
24% Audience
42
/100 Myndin gerist árið 2058. Jörðin er um það bil að verða óbyggileg vegna mengunar og hnattrænnar hlýnunar. Prófessor John Robinson, aðal vísindamaður í Jupiter 2 leiðangrinum, ætlar að vera í fararbroddi fyrir fjölskyldu sinni í ferðalagi til plánetunnar Alpha Prime, en hún er byggileg eins og Jörðin, en Robinson hefur það verkefni með höndum að undirbúa... Lesa meira
Myndin gerist árið 2058. Jörðin er um það bil að verða óbyggileg vegna mengunar og hnattrænnar hlýnunar. Prófessor John Robinson, aðal vísindamaður í Jupiter 2 leiðangrinum, ætlar að vera í fararbroddi fyrir fjölskyldu sinni í ferðalagi til plánetunnar Alpha Prime, en hún er byggileg eins og Jörðin, en Robinson hefur það verkefni með höndum að undirbúa plánetuna undir landnám manna.
Jupiter 2 geimflaugin er búin ofurdrifi sem gerir henni kleift að ferðast hraðar en á ljóshraða, en flaugin mun verða notuð þegar þar að kemur, til að flytja fólk frá jörðunni.
Það sem á þó eftir að gera er að búa til ofurhlið bæði á Jörðinni og á Alpha Prime, til að ferðalagið þarna á milli sé öruggt og stöðugt.
Dr. Zachary Smith er mútað af hryðjuverkasamtökum til að eyðileggja ferðina, og endar óviljugur sem laumufarþegi þegar geimflaugin fer á loft.
... minna