In Too Deep
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ofbeldi
Í myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir
Myndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna
Í myndinni er ljótt orðbragð
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd

In Too Deep 1999

Frumsýnd: 10. desember 1999

A fearless cop is taking on a ruthless crimelord. He knew the risks. He just didn't know how far he would have to go.

6.2 5,367 atkv.Rotten tomatoes einkunn 36% Critics 7/10
95 MÍN

Jeff Cole er nýútskrifaður úr lögregluskólanum í Cincinnati, og dreymir um að vinna á laun. Hann fær ósk sína uppfyllta og vegna þess hve vel honum gengur er honum falið það verkefni að ná hinum umsvifamikla krakk-sölumanni Dwayne Gittens, eða “God”. Gittens er þekktur sem fjölskyldumaður og maður fólksins, og gefur peninga til samfélagsins og hjálpar... Lesa meira

Jeff Cole er nýútskrifaður úr lögregluskólanum í Cincinnati, og dreymir um að vinna á laun. Hann fær ósk sína uppfyllta og vegna þess hve vel honum gengur er honum falið það verkefni að ná hinum umsvifamikla krakk-sölumanni Dwayne Gittens, eða “God”. Gittens er þekktur sem fjölskyldumaður og maður fólksins, og gefur peninga til samfélagsins og hjálpar þeim sem eru hjálpar þurfi. En hann á sér aðra og myrkari hlið, hann er miskunnarlaus leiðtogi glæpaveldis sem mun pynta og drepa ef þurfa þykir. Með tímanum þá nær Cole að vingast við Gittens. Yfirmenn hans hafa áhyggjur af því að línan á milli löggunnar og glæpamannsins sé að verða heldur óskýr, og þetta tvennt sé að renna saman. Það reynir á hvorum megin laganna Cole stendur um það leyti sem nægar sannanir liggja fyrir til að negla Gittens fyrir fullt og allt. ... minna

Aðalleikarar

Omar Epps

Jeff Cole / J. Reid

LL Cool J

Dwayne Gittens / God

Hill Harper

Breezy T.

Jake Weber

Daniel Connelly

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Nýútskrifaður lögreglumaður, Jeff Cole (Omar Epps), fær það verkefni að komast inn í harðsvífnustu klíku borgarinnar sem er stjórnað af einstaklega illræmdum náunga (LL Cool J) sem kallaður er Guð á götunni. Tilgangur verkefnisins er að sjálfsögðu að safna sönnunargögnum svo uppræta megi eiturlyfjaviðskipti klíkunnar með því að senda höfuðpaurana í steininn. Þar sem Jeff ólst upp í fátækrahverfi þekkir hann lögmál götunnar og á tiltölulega auðvelt með að bregða sér í gervi glæpamanns í upphafi en þegar á líður fara mörkin milli hans sjálfs og persónunnar sem hann þykist vera að dofna. Atburðarásin heldur manni ágætlega við efnið út myndina og það kom mér á óvart hversu góð skemmtun þetta var miðað við að ég hafði sama sem ekkert heyrt um þessa mynd. Helsti gallinn er að söguþráðurinn er lítt frumlegur, þessari gerð af sögu hefur í raun verið gerð betri skil í myndum eins og Donnie Brasco. Þetta dregur myndina niður úr þrem stjörnur í tvær og hálfa sem er synd því vel er að flestu staðið hérna. Fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn