Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Nýútskrifaður lögreglumaður, Jeff Cole (Omar Epps), fær það verkefni að komast inn í harðsvífnustu klíku borgarinnar sem er stjórnað af einstaklega illræmdum náunga (LL Cool J) sem kallaður er Guð á götunni. Tilgangur verkefnisins er að sjálfsögðu að safna sönnunargögnum svo uppræta megi eiturlyfjaviðskipti klíkunnar með því að senda höfuðpaurana í steininn. Þar sem Jeff ólst upp í fátækrahverfi þekkir hann lögmál götunnar og á tiltölulega auðvelt með að bregða sér í gervi glæpamanns í upphafi en þegar á líður fara mörkin milli hans sjálfs og persónunnar sem hann þykist vera að dofna. Atburðarásin heldur manni ágætlega við efnið út myndina og það kom mér á óvart hversu góð skemmtun þetta var miðað við að ég hafði sama sem ekkert heyrt um þessa mynd. Helsti gallinn er að söguþráðurinn er lítt frumlegur, þessari gerð af sögu hefur í raun verið gerð betri skil í myndum eins og Donnie Brasco. Þetta dregur myndina niður úr þrem stjörnur í tvær og hálfa sem er synd því vel er að flestu staðið hérna. Fín afþreying.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Michael Henry Brown &, Paul Aaron
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
10. desember 1999
VHS:
12. apríl 2000