Body Heat
Bönnuð innan 16 ára
DramaGlæpamynd

Body Heat 1981

As the temperature rises, the suspense begins.

7.4 29132 atkv.Rotten tomatoes einkunn 97% Critics 7/10
113 MÍN

Ned Racine er lögfræðingur í smábæ í Flórída í Bandaríkjunum. Hitabylgja gengur yfir bæinn. Hin gifta Matty Walker tekur hann á löpp, og ástríðufullt ástarsamband hefst á milli þeirra. Fljótlega komast þau svo að því að það eina sem standi í vegi fyrir þeirra ævarandi ástríðum, er ríkur eiginmaður Matty, Edmund. Nú upphefst illskulegt plott... Lesa meira

Ned Racine er lögfræðingur í smábæ í Flórída í Bandaríkjunum. Hitabylgja gengur yfir bæinn. Hin gifta Matty Walker tekur hann á löpp, og ástríðufullt ástarsamband hefst á milli þeirra. Fljótlega komast þau svo að því að það eina sem standi í vegi fyrir þeirra ævarandi ástríðum, er ríkur eiginmaður Matty, Edmund. Nú upphefst illskulegt plott þeirra um að myrða Edmund, en mun þeim takast það? ... minna

Aðalleikarar

William Hurt

Ned Racine

Kathleen Turner

Matty Walker

Richard Crenna

Edmund Walker

Ted Danson

Peter Lowenstein

J.A. Preston

Oscar Grace

Mickey Rourke

Teddy Lewis

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)


Seiðmagnað tilbrigði við gömlu svarthvítu film noir kvikmyndirnar frá fimmta og sjötta áratugnum, einkum þó Double Indemnity eftir Billy Wilder og Postman Always Rings Twice eftir Tay Garnett sem báðar voru byggðar á samnefndum skáldsögum James M. Cain. Kvensamur en lánlaus lögfræðingur kynnist gullfallegri og leyndardómsfullri giftri konu, sem tælir hann til þess að myrða eiginmann hennar. William Hurt er trúverðugur í hlutverki lögfræðingsins, sem úthugsar hinn fullkomna glæp, en sér svo allt hrynja yfir sig, þegar í ljós kemur, að fláræði ástkonunnar beinist ekki síst gegn honum. Kathleen Turner er glæsileg sem flagðið, sem einskis svífst, og jafnast þar alveg á við gömlu skaðræðiskvendin Lönu Turner, Barböru Stanwyck og Jane Greer. Leikstjóranum Lawrence Kasdan hefur svo sannarlega tekist með ágætum að tileinka sér yfirbragð gömlu film noir kvikmyndanna og heimfæra það á byrjun níunda áratugarins, en seiðandi tónlist Johns Barry magnar upp viðeigandi stemningu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn