Náðu í appið
Les misérables
Bönnuð innan 12 ára
RómantískDramaGlæpamynd

Les misérables 1998

(Les Miserables, Vesalingarnir)

Frumsýnd: 15. október 1998

The legend comes to life.

7.5 36936 atkv.Rotten tomatoes einkunn 74% Critics 7/10
134 MÍN

Jean Valjean, Frakki sem settur er í fangelsi fyrir að stela brauði, þarf að flýja undan lögreglumanninum Javert. Eltingarleikurinn kostar mannslíf, og fljótlega er Valjean lentur í miðri stúdentabyltingunni í Frakklandi. Myndin er byggð á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans... Lesa meira

Jean Valjean, Frakki sem settur er í fangelsi fyrir að stela brauði, þarf að flýja undan lögreglumanninum Javert. Eltingarleikurinn kostar mannslíf, og fljótlega er Valjean lentur í miðri stúdentabyltingunni í Frakklandi. Myndin er byggð á hinni frægu skáldsögu Victors Hugos sem gerist í París á fyrri hluta 19. aldar. Við fylgjumst með baráttu Jeans Valjeans fyrir því að hefja nýtt líf úti í samfélaginu, en hann hefur þurft að sitja árum saman í fangelsi fyrir smávægilegt brot. Örlög hans tengjast miklum samfélagslegum hræringum og lífi fjölda fólks. Við kynnumst hinum útskúfuðu, fátæklingum, vörðum laganna, vændiskonum, verkafólki, útsmognum smáglæpamönnum, stúdentum og byltingarsinnum. Og við skyggnumst undir yfirborðið og fáum innsýn í þjáningar þessa fólks, vonir og ástir, og baráttu þess fyrir betra lífi. ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn