Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Joel Goodse (Tom Cruise) er 17 ára gamall nemi sem hefur alltaf verið stilltur og góður drengur og með mikið traust hjá foreldrum sínum og keyrir um á Porche bíl pabba síns.
Dag einn er honum treyst fyrir að vera einum heima á meðan foreldrar hans skreppa í burtu, en kanski þau hefðu betur sleppt því.
Þetta er fín mynd með fínum leikurum og sumum sem hafa mátt muna sinn fífil fegri, eins og Curtis Armstrong sem er hvað þektastur fyrir að leika nördinn Dudley 'Booger' Dawson í Revenge of the Nerds.
Risky Business kom út sama ár og ég fæddist 1983 svo það er óþarft að taka fram að ég sá hana ekki í bíó. Hinsvegar tók ég hana á DVD fyrir stuttu síðan og fannst hún bara prýðileg skemmtun. Sagan gengur útá það að foreldrar Joel Goodson (Cruise) eru að fara út úr bænum og Joel ákveður að fara smá rúnt á Porsche föður síns. Að sjálfsögðu lendir hann í klandri með bílinn og þarfnast peninga til viðgerðarinnar og það fljótt. Flókin ráðagerð þróast í að koma upp pútnahúsi á heimili foreldra hans og með hjálp skækjunnar Lönu og vinkvenna hennar fær Joel tækifæri á að laga bíl föður síns og hjálpa vinum sínum að missa sveindóminn. Risky Business er mjög snjöll og skemmtileg gamanmynd á hærra plani en flestar gamanmyndir níunda áratugarins. Handritshöfundi og leikstjóra Paul Brickman tekst það ótrúlega, hann notar vitsmuni og stíl til að segja sögu sem leit að öllum líkindum ekki merkilega út á blaði. Joe Pantoliano er óborganlegur sem melludólgurinn Guido sem læsir hornum við Cruise. 3 stjörnur af 5