Hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2022, hátíð íslenskra heimildakvikmynda.
Við heyrum sögu Árna Jóns Árnasonar, sem á 73. aldursári kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Við fylgjum Árna eftir í leit að svörum um uppruna sinn og kynnumst þroskasögu manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum.