Náðu í appið

Blindsker 2004

(Blindsker: Saga Bubba Morthens, Shining Star)

Frumsýnd: 8. október 2004

Íslenska

Ungur drengur elst upp við mikla fátækt, á alkahólista fyrir föður, útskúfaður úr skólakerfinu, leiðist út í glæpi, verður snemma eiturlyfjaneitandi. Yfir þessa ógæfusál kasta máttarvöldin björgunarlínu í formi yfirnáttúrulegrar tónlistargáfu. Tónlistargáfa sem skapaði stærsta og merkasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar. Maðurinn sem sprengdi... Lesa meira

Ungur drengur elst upp við mikla fátækt, á alkahólista fyrir föður, útskúfaður úr skólakerfinu, leiðist út í glæpi, verður snemma eiturlyfjaneitandi. Yfir þessa ógæfusál kasta máttarvöldin björgunarlínu í formi yfirnáttúrulegrar tónlistargáfu. Tónlistargáfa sem skapaði stærsta og merkasta tónlistarmann íslensku þjóðarinnar. Maðurinn sem sprengdi upp hindranir og skapaði jarðveg sem enn blómstrar í formi óhræddra tónlistarmanna. Þetta gerðist ekki án fórna. Hin gríðarlega togstreita í sál frumkvöðulsins Bubba Morthens gekk öfgaleiðir í allar áttir. Ofsafengin neysla barði drenginn úr Vogahverfinu nær til ólífs. Svo mikið að það þykir kraftaverki líkast að hann skuli enn vera á lífi. Í dag þykir Bubbi öllu mildari en áður. Er miðaldra, hallærislegur, að sumum finnst. Sáttur fjölskyldumaður virtur, áhrifamikill einstaklingur í samfélaginu, heldur forvarnarræður, syngur um hvað lífið sé dásamlegt og er skítsama hvað öðrum finnst um það. Hann hefur misst tugi vina í eiturlyf, morð, sjálfsmorð veit því manna best hvað hamingjan er. Heimildarmyndin Blindsker fjallar um atómbombuna Bubba Morthens sem fór jafnt til nokkurra helvíta sem himna og lifði það af.... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (8)


Vonbrigði og aftur vonbrigði. Ég fór kannski með of miklar væntingar að horfa á hana, en það er of mikið efni sem maður vissi fyrir mér skildist á óla (sem sér um rokk-land og er ein að þeim sem kemur þessu í framhvæmd ) að við myndum fá nýja sýn á bubba eftir þessa mynd, nei ég fekk ekki nyja mynd af bubba bara somu mynd og ég hef haft af honum hingað til. ég tel að það hefði ekki skemmt fyrir að hafa upptokur ur hljóðveri eða rett fyrir tonleika eða e-h í þá átt eg sé mér ekki fært að gefa blindsker meira en 2 stjörnur vegna þess að það er svo margt sem betur hefði mátt gera. A.T.H. bara mín skoðun

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Flest okkar halda að Bubbi Morthenz sé bara tónlistarmaður sem var heppinn að slá í gegn en í þessari mynd kynnist maður því að hann var hæfur og sló í gegn og átti það líka skilið með erfiða fortíð að baki sér.Þessi mynd fer mikið í smáatriði og segir vel frá því sem Bubbi hefur lent í og afrekað....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bubbi hefur fyrir löngu síðan sungið sig inn í hjörtu landsmanna með slögurum sínum á borð við Stál og hnífur og Afgan. Hér er sögð lífreynslusaga meira en ævisaga Bubba, hér er rýnt í neyslu hans í fíkniefnum á fyrri árum og erfiðleika hans í lífinu. Hér fáum við að sjá hvað þessu snillingur gekk í gegn um um ævina og hvað varð til þess að hann samdi hitt og þetta lag. Fallegasta augnablikið í myndinni er án efa þegar Bubbi gengur inn í æskuíbúð sína í Vogunum og segir sögur hvernig heimilislífið var í hans fjölskyldu, fyndnasta er hins vegar þegar hann leiðir okkur í gegnum Kassagerðina og segir frá samstarfsfélögum og reynslu sinni þar sem starfsmaður. Allir íslendingar ungir sem aldnir eiga að sjá þessa mynd og sjá hvað kóngurinn okkar hefur gert í lífinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eins mikill aðdáandi Bubba og undirritaður er þá var ekki hægt annað en að vera svolítið svekktur yfir niðurstöðu þessarar myndar. Í raun er ekki neitt nýtt að koma á yfirborðið,illa sagt frá öllum tímabilum og endalaus skot af blaðagreinum í staðinn fyrir að sýna tónleikaupptökur eða kallinn í stúdíói að fíla sig eitthvað. Það vita allir hver Bubbi Morthens,meira að segja lítil börn sem hafa engan áhuga á tónlist vita hver hann er þannig að mig finnst að það hefði alveg mátt kafa aðeins dýpra í leit að þeim Bubba sem við þekkjum kannski ekki. Tónlistin fær auðvitað plús enda er hann kóngurinn en heldur slöpp mynd,því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ja, nú veit ég ekki. Veit ekki hvort maður á að miða þessa mynd við aðrar documentary myndir eða við tónlistina hans. Ef ég á að miða hana við documentary myndir, þá verð ég að segja að þetta er versta documentary mynd sem ég hef séð. Ef ég á að miða við tónlistina, þá myndi ég frekar hlusta á tónlistina en að horfa á þessa mynd. Það er nú hægt að gera betri frásögn um þennan snilling en gert er hér, að mínu mati. Það er náttúrulega misjafnt hvað fólki finnst um þessa mynd, en ég er alveg pottþétt í þeim hópi sem að fannst hún léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn