Náðu í appið
Öllum leyfð

Annað líf Ástþórs 2007

Frumsýnd: 23. maí 2007

66 MÍNÍslenska

Heimildamyndin fjallar um Ástþór sem ætlaði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig ætlar hann að láta þá drauma rætast eftir að hann er kominn í hjólastól? Að vera bóndi í hjólastól virðist ekki ganga upp. Ef hann notaði skynsemina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færiband, frístundir við sjónvarpið... Lesa meira

Heimildamyndin fjallar um Ástþór sem ætlaði sér alltaf að verða bóndi. En hvernig ætlar hann að láta þá drauma rætast eftir að hann er kominn í hjólastól? Að vera bóndi í hjólastól virðist ekki ganga upp. Ef hann notaði skynsemina, flyttist hann í blokk og tæki upp líf borgarbúans, starf fyrir framan tölvuskjá eða færiband, frístundir við sjónvarpið og vöruúrval í markaði á horninu. Hann ætlar ekki að sleppa tengslunum við dýrin og náttúruna, þó fæturnir þvælist bara fyrir eins og komið er. Hann ætlar að gera það sem nauðsynlegt er til að geta búið á sinni jörð og rækja þau störf sem þar er að sinna. Ástþór er fyrirmynd í því að láta drauma sína rætast án þess að fötlunin ráði úrslitum og sé honum óyfirstíganleg hindrun. Þorsteinn hefur náð að fanga inntak nútímalegrar hugsunar um fatlaða sem þátttakendur í samfélaginu en ekki stofnanamat og sagt okkur hetjusögu sem lætur engan ósnortin.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn