Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Einhver mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir með eina bíomynd. Eftir að hafa séð forverann átti ég vona á góðri spennumynd þar sem maður þyrfti jafnvel að hugsa. Í stað þess mætti mér Tom Cruise á ego flippi í hrútleiðinlegri og tilgerðarlegri myndi.
Algjör eftirbátur fyrri myndarinnar hvað varðar spennu og einfaldleika í söguþræði. Virkar samt mun nútímalegri og hátæknivæddari en þó svo sé þurftu menn að stæla hina og nefni ég þar á meðal ofnot á grímum og atriðið þar sem að Anderton brýst inn til að stela veirunni. Þó að það sé ekki bannað að ræna úr mynd og setja það í framhaldsmynd, þá er það ekki falleg iðn, nema þó að það tengi þær saman á söguþræðinum. Þessi er ekki illa gerð og alls ekki leiðinlegt að horfa á hana en þá þarf maður að hafa sig allan við.
Ég á bara ekki til orð.
Eftir að hafa trassað að horfa á þessa mynd í þónokkurn tíma þá lét ég loks verða af því og horfði á hana.
Ég settist niður með popp og kók og ætlaði að eiga gott video kvöld, en nei.
Bara byrjunaratriðið sagði mér að þetta yrði ekki gott video kvöld. Tom Cruise farinn að klífa kletta eins og það væri ekkert auðveldara í heiminum og gerði það nánast með annari hendi. Ég ætla ekki að vera að fara mikið meira út í söguþráðinn því hann er enginn. Ömurlegur leikur hjá nánast öllum leikurum, og var ekki hægt að fá einhvern annan en John Woo til að leikstýra myndini.
Myndin hefði verið skárri þó að Cheech & Chong hefðu leikstýrt henni.
Þetta er ekta mynd fyrir 10 ára stráka sem gefa myndum 4 stjörnur af því að það eru svo flottir bílar í henni.
Það er aðeins eitt gott við þessa mynd og það er að Anthony Hopkins leikur smá hlutverk í henni og því fær myndin 1 stjörnu.
Mér fannst þetta mjög góð mynd en það hefðu mátt vera meiri skot og bardaga atriði í myndinni. Áhættuatriðin voru meiri háttar og Tom Cruise lék mjög vel í myndinni.
Gott dæmi um misheppnaðar framhaldsmyndir er þessi ræma hér.Ég man þegar hún var að koma út var maður með titring af eftirvæntingu en kom síðan einsog uppvakningur útúr bíóinu.Hef reynt að horfa á hana aftur og jafnvel aftur í von um að hún virki betur en það er ekkert á leiðinni að gerast.Öll dulúðin og óvissan í fyrstu myndinni var því miður ekki til staðar hér og sorglegt fannst mér að allt í einu var Ethan Hunt orðinn einhver leðurtöffari og áreynslulaus súperhetja.Rosalega tilgangslaust að hafa Hopkins þarna því hans hlutverk hefði alveg eins verið flottara sem bara rödd í síma eða eitthvað.
Allavega leiðinleg mynd þegar allt kemur til alls.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ronald D. Moore, Brannon Braga
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
14. júlí 2000
- Ethan: Would you feel better if I didn't want you to do this?
Nyah: Yes.
Ethan: THEN FEEL BETTER!