Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Paycheck 2003

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. janúar 2004

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Verkfræðingurinn Michael Jennings hefur það að atvinnu að stela uppfinningum frá fyrirtækjum og rannsaka hvernig þær virka til þess að önnur fyrirtæki geti hagnast á þeim. Hann er ráðinn til þess að stela vél sem að getur gert mönnum kleift að horfa til framtíðar og vita hvað fyrir höndum er. En þegar hann kemst að þvi að tækið getur haft stórhættulegar... Lesa meira

Verkfræðingurinn Michael Jennings hefur það að atvinnu að stela uppfinningum frá fyrirtækjum og rannsaka hvernig þær virka til þess að önnur fyrirtæki geti hagnast á þeim. Hann er ráðinn til þess að stela vél sem að getur gert mönnum kleift að horfa til framtíðar og vita hvað fyrir höndum er. En þegar hann kemst að þvi að tækið getur haft stórhættulegar afleiðingar ákveður hann að hætta við verkefnið og eyðileggja vélina. Yfirmenn hans eru ákaflega ósáttir við hann og ákveða að ráða hann af dögum í kjölfarið.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


DRASL. Ég veit ekki hvað fólk er að sjá við þessa mynd. Þó að hugmyndin að myndinni sé ágæt, nær Woo ekki að skila henni nógu vel frá sér. Ben Affleck er virkilega lélegur í myndinni og sömuleiðis Uma Thurman. Þó svo að actionið í myndinni sé allt í lagi, dugar það ekki eitt og sér til að halda myndinni uppi. Það var kannski slæmt að bera hana saman við Face Off og Hard Target, því maður hefur alltaf smá væntingar um mikið action og góða sögu þegar maður fer á John Woo mynd. Sem John Woo mynd, er hún stór vonbrigði. En sumir eiga kannski eftir að fíla þessi ósköp. Ég er ekki í þeirra hópi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paycheck er annað meistarvek snillingsins jhon who. Ben afflek er að vísu ekki upp á sitt besta en í heildina er þetta mjög sanfærandi leikur. Snilldar tónlist og húmorinn er lagi :). söguþráðurinn er klassískur og umah thurmaner upp á sitt besta. Reyndar eru aukaleikararnir að reyna að vera aðalhlutvrkið og tekst það vel. bardagaatriðinn eru rosalega vel uppfærð og útsmoginn. klippinginn er eins góð og hún gerist og mjög útsmoginn. Þessi mynd hentar öllum aldurshópum en er ekki við hæfi ungra barna. Ég mæli eindregið með þessari mynd og það má ekki missa af henni.


egill karlsson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ástæðan fyrir að ég kíkti á þessa mynd var að trailerinn var rosa góður, lokkaði mann alveg. Þetta er svona sci/fi spennumynd sem hélt manni alveg við efnið allann tímann. Ben Affleck var mjög góður og alveg frábært fyrir hann að rífa sig upp úr hörmunginni sem Gigli var og ekki má gleyma Uma Thurman sem var punkturinn yfir i'ð !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Paycheck er ágæt mynd en svosem ekkert stórkostlegt kvikmyndaafrek.Persónulega er ég ekki mjög hrifinn af Ben Affleck þar sem hann stóð sig ekki vel í Daredevill, en eftir Paycheck hefur álit mitt á honum hækkað lítillega. Hins vegar er Uma Thurman hinn mesti snillingur. Hugmyndin að hugmyndin að myndinni er mjög góð en nokkur atriði eru illa úthugsuð sem skemma fyrir myndinni sem ég ætla þó ekki að segja frá hér. John Woo stóð sig ekki vel í þessari mynd miðað við fyrri afrek og handritshöfundurinn Dean Georgaris, skrifaði lélegan og illa hugsaðan texta. Þó ég hafi bent á mörg neikvæð atriði er myndin mjög fín skemmtun. Þar sem þetta er fyrsta umfjöllun mín vona ég að hún hafi komið ykkur að gagni


Arnþór Axelsson
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Er Paycheck léleg mynd? Nei en hún er ekkert sérstaklega góð heldur. Hún hefur marga góða kosti eins og skemmtilega en þó ófrumlega sögu, býsna vel útfærð hasaratriði og fína tónlist. Einnig er húmorinn góður. Galli myndarinnar er í einu orði sagt handritið. Það er alveg merkilega illa skrifað og klisjukennt og eru mörg samtöl í myndinni gervileg og hallærisleg. John Woo reynir sitt besta að gera myndina vel og gengur oft vel upp en hans mistök eru að fylla myndina af slow-motion senum sem oft var fáránlegt en átti þó stundum við. Leikur í myndinni er misjafn, Ben Affleck er ágætur í aðalhlutverkinu og Uma thurman einnig. Aaron Eckart ofleikur ægilega en Paul Giamati og Colm Feore eru mjög skemmtilegir í aukahlutverkum og stela oft senum.Paycheck er góð skemmtun en fer ekki langt ígæðum þó að stundum hafi hún komið á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn