Er Paycheck léleg mynd? Nei en hún er ekkert sérstaklega góð heldur. Hún hefur marga góða kosti eins og skemmtilega en þó ófrumlega sögu, býsna vel útfærð hasaratriði og fína tónlist. Einnig er húmorinn góður. Galli myndarinnar er í einu orði sagt handritið. Það er alveg merkilega illa skrifað og klisjukennt og eru mörg samtöl í myndinni gervileg og hallærisleg. John Woo reynir sitt besta að gera myndina vel og gengur oft vel upp en hans mistök eru að fylla myndina af slow-motion senum sem oft var fáránlegt en átti þó stundum við. Leikur í myndinni er misjafn, Ben Affleck er ágætur í aðalhlutverkinu og Uma thurman einnig. Aaron Eckart ofleikur ægilega en Paul Giamati og Colm Feore eru mjög skemmtilegir í aukahlutverkum og stela oft senum.Paycheck er góð skemmtun en fer ekki langt ígæðum þó að stundum hafi hún komið á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei