Ófærð 2
Bönnuð innan 12 ára
SpennumyndÍslensk myndSjónvarpsseríaSjónvarpsþáttur

Ófærð 2 2018

(Trapped 2)

Frumsýnd: 26. desember 2018

50 MÍN

1. þáttur. Reynt er að ráða iðnaðarráðherra af dögum á Austurvelli. Andra er falið að stýra rannsókn málsins sem leiðir hann á kunnugar slóðir norður í landi, þar sem Hinrika hefur nú tekið við stöðu lögreglustjóra. Þegar verkstjóri í jarðvarmavirkjun í nágrenninu finnst myrtur taka hlutirnir óvænta stefnu. 2. þáttur. Á einum sólarhring... Lesa meira

1. þáttur. Reynt er að ráða iðnaðarráðherra af dögum á Austurvelli. Andra er falið að stýra rannsókn málsins sem leiðir hann á kunnugar slóðir norður í landi, þar sem Hinrika hefur nú tekið við stöðu lögreglustjóra. Þegar verkstjóri í jarðvarmavirkjun í nágrenninu finnst myrtur taka hlutirnir óvænta stefnu. 2. þáttur. Á einum sólarhring hafa tveir menn úr sömu fjölskyldu látist með voveiflegum hætti. Andri og Hinrika beina sjónum sínum að hópi þjóðernissinna sem kallar sig Hamar Þórs. Í ljós kemur að liðsmenn hópsins hafa verið að mótmæla við virkjunina. 3. Þáttur: Andri hefur haft veður af því að þjóðernishópurinn Hamar Þórs sé með eitthvað í bígerð en hvað það er veit hann ekki. Einn þeirra er á flótta undan yfirvöldum grunaður um aðild að hrottalegu morði. Víkingasveitin er kölluð út til að hafa upp á honum en þjóðernissinnarnir eru skipulagðari en lögreglan bjóst við. 4. Þáttur: Hafdísi Magnúsdóttur bæjarstjóra hefur verið rænt og myndbandi dreift á netinu. Flóttamaður liggur illa haldinn á spítala og lögreglan vonast til þess að hann hafi svörin sem geta bjargað bæjarstjóranum. En fyrst þarf að hafa uppi á höfuðpaur Hamars Þórs. 5. Þáttur: Halla Þórisdóttir iðnaðarráðherra vekur athygli þegar hún mætir í jarðarför bróður síns - mannsins sem reyndi að ráða hana af dögum. Víkingi bróðursyni hennar er ekki skemmt þegar hann sér að fjölmiðlar og fjandmenn föður hans virðast ætla að taka yfir athöfnina. Gömul fjölskylduleyndarmál skjóta upp kollinum.... minna