Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Ed Wood 1994

When it came to making bad movies, Ed Wood was the best. / Movies were his passion. Women were his inspiration. Angora sweaters were his weakness.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 70
/100

Að flestu leyti sönn saga um einn frægasta "lélega" leikstjóra kvikmyndasögunnar, Edward D. Wood Jr.

Aðalleikarar


Ed Wood er ein af þessum myndum sem ég get horft aftur og aftur á og fæ aldrei leið á henni. Johnny Depp leikur hér leikstjórann Ed Wood sem þekktur var fyrir gerð einstaklega lélegra mynda. Hann lét það litlu skipta þó sviðsmyndin hristist í töku eins atriðis í einni myndinni og einnig þegar vélina vantaði í gervikolbrabba sem nota átti. Þessi mynd er mjög fyndin og manni finnst alveg með ólíkindum hvernig Ed Wood gat alltaf verið jafn bjartsýnn við gerð nýrra snilldarverka. Myndin er mjög vel leikin og Johnny Depp fer á kostum enda einn af mínum uppáhaldsleikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjört snilldarverk um ævi Ed Wood sem var leikstjóri sem að fékk titilinn: Versti leikstjóri ever. Johnny Depp er alveg frábær sem Ed Wood og sömu sögu er hægt að segja með Martin Landau sem Bela Lugosi. Enn ein myndin í snilldarsafni Tim Burtons.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega góð mynd um ömurlegasta leikstjóra sögunnar, Ed Wood. Allveg sama hvað hann gerði lélega mynd, hann hélt alltaf ótrauður áfram og var bjartsýnin ein. Landau er mjög góður sem Bella Lugosi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábærlega skemmtileg mynd. Ed Wood hefur verið ansi sérstakur náungi svo ekki sé meira sagt. Hann gerði margar skemmtilegar hallærislegar myndir, sannkallaðar B myndir eða þaðan að verra. En þessi mynd er alls ekki B mynd nema síður sé, þetta er A mynd í plús. Depp sýnir stórleik hérna án efa einn besti leikari sem fram hefur komið seinni árin. Mæli svo sannarlega með þessari mynd fyrir alla kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já, Wood kallinn var mjög örugglega versti kvikmyndagerðarmaður allra tíma. Einhverskonar "reverse" útgáfa af fyrirmynd sinni, Orson Welles. En kvikmyndasagan væri ekki söm án hans og það er það sem þessi mynd gengur út á. Hún segir frá hvernig Wood, ásamt fullkomlega snarbiluðum félögum sínum, tókst af framleiða hvern skítinn á fætur öðrum. Hún kemur líka inn á býsna skrautlegt samband hans við tvær kærustur og segir frá löngun hans til að ganga í kvenfatnaði. Þetta er ljómandi skemmtileg og skrautleg ræma og ekki er verra að vera búinn að sjá eitthvað af "meistaraverkum" Wood áður en horft er á hana. "Don´t look back in angora".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.12.2020

Blautur í bransapólitík

'Mank' er sannkölluð kvikmyndaperramynd. Það bæði lyftir henni upp á vissan gæðastall en vinnur sömuleiðis gegn henni í augum almenna áhorfandans. En myndin, sem í fyrstu virðist þurr og uppfull af sér sjálfri, er flj...

30.12.2017

Frábær mynd um slæma mynd

Í stuttu máli er „The Disaster Artist“ frábær mynd um hreint svakalegan sérvitring sem gat komið á koppinn hræðilegri mynd sem þó lifir betra lífi en margar frábærar myndir. Það er til fullt af ömurlegum my...

25.01.2016

B-mynda hrollur á Blu

Litlu fyrirtækin sem gefa út Blu-ray diska halda áfram að dæla út „költ“ titlum og væntanlegir eru nokkrir sérlega áhugaverðir. Hæst ber að nefna „Children Shouldn‘t Play With Dead Things“ (1972) eftir Bob Clark, sem þekktastur var fyrir myndir á borð við „Bl...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn