Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög fyndin mynd. Er í svipuðum stíl og Dirty Work o.fl. myndir, þ.e. vitleysismynd á hæstu gráðu. Norm Macdonald, David Chappelle og Danny Devito skila sínum hlutverkum vel frá sér. Ef þið eruð fyrir vitleysisgrínmyndir eins og þessa, mæli ég með henni fyrir ykkur.
Án efa fimmta besta mynd sem ég hef séð! Norm MacDonald leikur þjón sem vinnur hjá leiðinlegri konu sem vill jafnvel ekki kaupa handa honum jakkaföt. Þá ætlar hann og gaurinn sem Dave Chapelle leikur að stela hundinum hennar og biðja um fé. En hundurinn sleppur og þá halda allir að MacDonald var rændur! Mynd sem allir húmoristar ætta að hafa gaman af!
Snilld!!!! Örugglega fjórða besta mynd sem ég hef séð. Dave Chapelle og Norm Macdonald eru alltaf ótrúlega fyndnir og Danny Devito leikur líka mjög vel. Norm leikur þjón sem vinnur hjá leiðinlegri konu sem er mjög rík. Um jólin vildi Norm fá jakkaföt í jólagjöf frá henni en hún gefur honum bara ermahnappa og eina eplaböku. Svo heyrir Norm í konunni talandi við einhvern annan gaur og hún segir að hún ætlar að reka hann. Norm fer þá til persónuna sem Dave leikur og þeir spinna upp plan um að stela hundinum hennar og heimta milljón dollara fyrir hann. En svo sleppur hundurinn og konana heldur að þeir rændu Norm. Ég segi ekki meira um myndina. Góða skemmtun ef þið ætlið að horfa á myndina.
Tær snilld af mynd ! Norm McDonald er kannski ekki fyndin sem leikari en vá ! DeVito og Chappelle eru algjörir uppistandar sem algjörir hálvitar !
Sjáið þessa !
Um myndina
Leikstjórn
Scott Alexander, Larry Karaszewski
Handrit
Scott Alexander, Larry Karaszewski
Framleiðandi
Universal Pictures
Kostaði
$10.000.000
Tekjur
$7.201.701
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
VHS:
29. október 2001