Moonrise Kingdom stiklan er mátulega súr

Moonrise Kingdom er nýjasta mynd leikstjórans Wes Anderson (The Royal Tenenbaums, Rushmore). Myndin gerist á 6.áratug síðustu aldar og fjallar um ungt par sem flýr heimabæ sinn, en flóttinn leiðir til þess að gerð er ein allsherjarleit að þeim þar sem þau eru talin af. Myndin skartar leikurum eins og Edward Norton, Bill Murray og Bruce Willis í aðalhlutverkum. Anderson og Roman Coppola skrifuðu handritið.

Trailerinn er að mínu mati stórgóður og ljóst er að Wes Anderson fylgir stíl fyrri mynda sinna til hins ýtrasta. Myndin kemur út 25.mars í Bandaríkjunum en ekki er búið að ákveða nánari útgáfudagsetningu í Evrópu, þ.m.t. Íslandi.