Það eru komnar inn grófur útgáfulisti fyrir mars mánuð. Það er enn möguleiki á að nokkrir titlar bætist við. Að vanda er um mikið að velja, það eru að koma myndir sem voru í bíó fyrir nokkrum mánuðum og nokkrar frumsýningar líka. Mánuðurinn byrjar á fimmtu Saw myndinni og grínmyndinni Zack and Miri Make a Porno, en sú fyrri var alls ekki vel tekin af notendum kvikmynda.is á meðan Zack and Miri fékk fína dóma. Þegar lengra líður á mánuðinn kemur Madagascar 2 fyrir krakkana og Quantum of Solace fyrir 12 ára og eldri. Af frumsýningum ber helst að nefna Eden Lake og The Secret Life of Bees sem fá annars vegar 7.0 stjörnur á IMDb og hinsvegar 6.9 sem er ágætis vísbending um að klassa myndir. Að lokum vil ég sérstaklega benda fólki á kvikmyndaútgáfuna af þáttaröðinni Planet Earth sem ber einfaldlega titilinn Earth. Hér er á ferðinni ótrúlegar myndir úr dýraríkinu.
Nánar á DVD síðunni.

