Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununar

The Secret Life of Bees 2008

Justwatch

Hún hefði ekki getað strokið á betri stað

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

The Secret Life of Bees er dramatísk mynd með ævintýraívafi og skartar Queen Latifah, Dakota Fanning og Jennifer Hudson í aðalhlutverkum. Gerist hún í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 1964. Segir myndin frá Lily Owens (Fanning), 14 ára gamalli stúlku sem missti móður sína og á mjög erfitt með að komast í gegnum sorgarferlið vegna missis síns. Hún... Lesa meira

The Secret Life of Bees er dramatísk mynd með ævintýraívafi og skartar Queen Latifah, Dakota Fanning og Jennifer Hudson í aðalhlutverkum. Gerist hún í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 1964. Segir myndin frá Lily Owens (Fanning), 14 ára gamalli stúlku sem missti móður sína og á mjög erfitt með að komast í gegnum sorgarferlið vegna missis síns. Hún leitar ýmissa leiða til að flýja hið einmanalega líf sem hún lifir, en samband hennar við föður sinn (Paul Bettany) hefur lengi verið afar stirt. Hún ákveður einn daginn að strjúka að heiman ásamt Rosaleen (Hudson), sem hefur séð mikið um hana og er í raun eina vinkona hennar. Fara þær til bæjar í Suður-Karólínu þar sem þær komast að ýmsu um fortíð móður Lilyar. Þar hitta þær einnig hinar sjálfstæðu og úrræðagóðu Boatwright-systur (Latifah, Sophie Okonedo og Alicia Keys), og fá húsaskjól hjá þeim. Það líður þó ekki á löngu þar til Lily þarf að horfast í augu við fortíð sína á ný…... minna

Aðalleikarar

Það slæma verður aftur gott
Myndin Secret life of bees fjallar um fjórtán ára stelpu Lily, sem er með það á samviskunni að hafa drepið mömmu sína þegar hún var fjögurra ára, pabbi hennar er mjög vondur við hana. Hann vill ekki segja henni neitt um móður hennar og finnst Lily eins og hluti af lífi hennar sé óleystur. Eina jákvæða í lífinu hennar er svarta þjónustustelpan Rosalee heima hjá henni, en eftir að hún er sett í fangelsi fyrir að hlýða ekki hvítum manni þá ákveður Lily að flýja með henni. Þær fara til bæjar skammt hjá og leita þær sér skjóls hjá þreumur svörtum systrum sem að rækta hunang. Þar kynnist Lily gæsku í fyrsta sinn á ævi sinni inni á heimili og kemst hún að mörgu um mömmu sína og sig á þessum stað. Myndin fjallar einnig um baráttu svertingja gagnvart kynþáttafordómum og dregur hún upp sérstaka mynd þar sem hvít stelpa er að alast upp hjá svertingjum. Myndin er sorgleg en samt gleðileg á sama tíma, því Lily verður mjög hamingjusöm hjá konunum. Leikurinn er sérstaklega góður hjá Dakotu Fanning sem er aðeins fjórtán ára að leika þetta hlutverk ásamt óskarsverðlaunahafanum Jennifer Hudson. Ég var ánægð með þessa mynd hún var góð og skildi eitthvað eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn