Náðu í appið
Bönnuð innan 7 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Madagascar: Escape 2 Africa 2008

(Madagascar 2)

Frumsýnd: 28. nóvember 2008

Nú ætla þau að flýja TIL dýragarðsins!

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Vinir okkar eru enn strandaglópar á Madagascar og búa til áætlun um að komast aftur heim til New York, áætlun sem er svo brjáluð að hún gæti gengið upp! Mörgæsirnar hafa komist yfir gamla brotlenda flugvél og koma henni á loft. Gengið lendir í Afríku og lendir þar í hremmingum í leið sinni aftur á heimaslóðir. Þau komast hins vegar að því að Afríka... Lesa meira

Vinir okkar eru enn strandaglópar á Madagascar og búa til áætlun um að komast aftur heim til New York, áætlun sem er svo brjáluð að hún gæti gengið upp! Mörgæsirnar hafa komist yfir gamla brotlenda flugvél og koma henni á loft. Gengið lendir í Afríku og lendir þar í hremmingum í leið sinni aftur á heimaslóðir. Þau komast hins vegar að því að Afríka er alls ekki slæmur staður, en er hann betri en gamla góða heimili þeirra í New York ?... minna

Aðalleikarar

Handrit


Ég fór með strákinn á þessa um helgina. Hann heldur mikið upp á fyrstu myndina, kallar hana reyndar “Dilla Dilla”, þeir fatta sem hafa séð myndina. Eins og nafnið gefur til kynna fylgir þessi mynd genginu til Afríku. Myndin er vel heppnuð í heildina litið. Það var mjög gaman að fylgjast með dýrunum kynnast dýrum af sömu tegund. Kynóði flóðhesturinn Moto Moto stendur upp úr, “þú ert flykki, og ég vill stykki stykki”. Lúlli kóngur er líka góður og auðvitað mörgæsirnar. Grafíkin er áberandi betri en síðast og talsetningin vel heppnuð. Hefði samt frekar vilja heyra Ben Stiller, Chris Rock og David Schwimmer. Myndin dalar aðeins í miðju en bætir upp með það með metnaðargjarnri “kvikmyndatöku” ef svo má kalla. Sumir brandararnir voru furðulega fullorðinslegir miðað við barnamynd. Það var tilvitnun í Twilight Zone: The Movie og nokkrkir kynferðislegir brandarar. Kannski er þetta gert til að forleldrar nenni að horfa líka, ég kunni allavega að meta það. Eðal skemmtun í það heila, gefur fyrri myndinni lítið eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frekar tilgangslaus
Madagascar: Escape 2 Africa byrjar óneitanlega vel. Í kringum fyrstu 20 mínúturnar er myndin skemmtileg, fyndin og nett steikt, kostir sem að almennt einkenndu fyrri myndina.
Því miður get ég ekki sagt að myndin nái að halda þessu góða flæði út lengdina og eiginlega um leið og sögupersónurnar eru komnar til afríku fer heildin að síga niður ansi hratt. Hvílík kaldhæðni.

Það eina sem þessi mynd hefur fram yfir fyrri myndina er betri grafík - Punktur! Húmorinn er almennt slakari í þessari mynd, og hvergi eins skemmtilega súr. Atburðarásin er frekar stefnulaus og persónudrifnu augnablikin eru jafnvel á mörkum þess að vera væmin og pínd.
Ég geng ekki svo langt með að segja að myndin sé leiðinleg, en hún er skuggalega nálægt því.

Sem betur fer tekur myndin fínan endasprett undir lokin og skilur mann eftir með smá glott (og mörgæsirnar eru ennþá brill - vill einhver framleiðandi hjá Dreamworks gefa þeim sér bíómynd!). Einnig er erfitt að setja út á hressilegu leikraddirnar, þó svo að nýju persónurnar (m.a. talsettar af slíkum fagmönnum eins og Alec Baldwin og Bernie Mac heitnum) hafi nánast allar verið litlausar og óeftirminnilegar.

Madagascar: Escape 2 Africa er satt að segja ekkert mikið betri en flestar beint-á-DVD teiknimyndir. Hún er ekki alslæm en þó með öllum líkindum ein tilgangslausasta framhaldsmynd sem ég hef séð í ár. Ef ætlunin er að eyða skemmtilegri stund með krökkunum, þá mæli ég miklu frekar með að þið horfið aftur á fyrri myndina (og mér er sama hvað gagnrýnendur sögðu um hana, hún er alls ekki svo slæm!). En ef þið viljið kíkja á myndir af hærra kaliberi, þá mæli ég umsvifalaust frekar með Kung Fu Panda eða Wall-E.

5/10


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn