Klikkaðir krakkar

Það er fátt sem sendir jafn ískaldan hroll niður bakið á manni og klikkaðir krakkar í hrollvekjum.

Nú er Halloween helgi og því viðeigandi að minna hér á þessar mögnuðu myndir:

Hér er samantekt á  krökkum sem hafa hrellt mann í gegnum tíðina:

Litla sæta, ljóshærða Carol Anne úr Poltergeist

„They´re Here“ segir Carol Anne í sögufrægu atriði myndarinnar.

Japanska barnastjarnan Ohga Tanaka sendi hroll niður bakið á manni þegar hann mjálmaði í hinni japönsku The Grudge. 

 

Charlie í Firestarter

Drew Barrymore lék þennan krakka sem átti erfitt með að stjórna yfirnáttúrulegum hæfileikum sínum, sem voru að kveikja eld með hugaraflinu einu saman. Áður en hún lét eldinn kvikna sagði hún „Back off!“ 

Eli í Let the Rigth One In. 

Sagan af Oskari sem býr í sænskum smábæ úti á landi og vinkonu hans, blóðsugunni Eli. 

Henry í The Good son. 

Macaulay Culkin lék Henry, þremur árum eftir að hann sló í gegn í Home Alone myndunum. Myndin fjallar um geðsjúkling sem áreitir frænda sinn, sem leikinn er af Elijah Wood, og fjölskyldu hans.

Gage í Pet Semetary

Stephen King hefur aldrei átt erfitt með að breyta krökkum í lítil skrýmsli. Gage er eitt af meistaraverkum Kings, og ekki láta krúttlegt útlit Miko Hughes blekkja þig. Gage litli varð fyrir vörubíl, en það kom ekki að sök. Hann sneri aftur, og nú langar hann að fá að leika við þig.

Samara í The Ring. 

Daveigh Chase í aðalhlutverkinu með hrafnsvart hár, sem yfirleitt huldi andlitið.

Damien í The OMen

Enginn annar en sonur Satans, og í rauninni einskonar klón af krakkanum í The Exorcist. Harvey Stevens lék kvikindið í þessari upprunalegu útgáfu, sem er betri en endurgerðin.

Esther úr Orphan
Spoiler viðvörun !!!!: plottið í þessum hrylling er að hin 9 ára gamla stúlka sem ættleidd er af Peter Sarsgaard  og Vera Farmiga  er í raun 33 ára gömul kona frá Eistlandi, gerir það að verkum að persónan er í raun ekki krakki, en hún lét eins og krakki og reynir að tæla föðurinn og drepa afganginn af fjölskyldunni. Leikkonan Isabelle Fuhrman úr The Hunger Games, var bara 11 ára þegar hún lék hlutverkið, og fór á fjörurnar við Peter Saarsgard …

Ungur Michael Meyers í Halloween

Tómt og tilfinningalaust andlit 6 ára gamals stráks, með svört augu – augu djöfulsins.

Regan í The Exorcist

Margir telja þessa hryllingsmynd vera þá bestu sem gerð hefur verið, en búið er að gera grín að henni, endurgera og afrita á alla kanta, og gera framhöld. Frammistaða  Linda Blair í hlutverki stúlkunnar hefur þó ekki verið toppuð.  


Grady tvíburasysturnar í The Shining

Óhugnanlegustu krakkar í sögu bíómyndanna eru líklega Grady tvíburastelpurnar í The Shining, leiknar af Lisa og Louise Burns.  Þær reikuðu um hótelið og stöðvuðu Danny  litla á þríhjólinu sínu, en hann var sá eini sem gat séð þær. „Come play with us Danny. Forever.“ 

Þá er þessi listi búinn – vitið þið um fleiri klikkaða krakka í bíómyndum? Hver er uppáhalds klikkhausinn ykkar í þessum flokki?