Poltergeist
2015
They know what scares you.
93 MÍNEnska
29% Critics
22% Audience
47
/100 Þegar Bowen-fjölskyldan flytur inn í nýtt hús grunar engan af meðlimum
hennar að húsið sé fullt af ærsladraugum sem finnst að á þeim hafi
verið brotið og eru tilbúnir að gera allt til að fá það sem þeir vilja.
Hjónin Eric og Amy Bowen telja sig heppin þegar þeim býðst hús á góðu
verði fyrir sig og þrjú börn sín, Kendru, Griffin og Madison. Þau... Lesa meira
Þegar Bowen-fjölskyldan flytur inn í nýtt hús grunar engan af meðlimum
hennar að húsið sé fullt af ærsladraugum sem finnst að á þeim hafi
verið brotið og eru tilbúnir að gera allt til að fá það sem þeir vilja.
Hjónin Eric og Amy Bowen telja sig heppin þegar þeim býðst hús á góðu
verði fyrir sig og þrjú börn sín, Kendru, Griffin og Madison. Þau vita auðvitað
ekki að húsið er byggt ofan á gömlum kirkjugarði og að bæjaryfirvöld
hafi svikist um það á sínum tíma að færa jarðneskar leifar þeirra sem grafirnar
gista áður en byggt yrði á landinu.
Það líður ekki á löngu uns ærsladraugarnir gera vart við sig, fyrst með alls
konar hljóðum og klóri sem vekur athygli Bowens og Madison. Þau standast
ekki mátið að kanna málið betur og svo fer að Madison er hrifin inn í heim
drauganna þaðan sem hún á ekki afturkvæmt fyrr en þeir
hafa fengið sínu framgengt. Til að aðstoða sig í þessum
hremmingum fá Bowen hjónin sálfræðinginn og sjáandann
Carrigan Burke sem er fljótur að uppgötva að húsið er
fullt af reiðum draugum og að framundan sé barátta sem
óhætt er að segja að verði engri annarri baráttu lík ...... minna