Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það er alveg ótrúlegt (og ég veit að ég er alltaf að tala um þetta, en það skiptir mig miklu máli) hvað þessi mynd fylgir bókinni vel. ein af samviskusömustu king myndum sem ég hef séð og ég trúi ekki öðru en að hann hafi verið ánægður með hana. myndin er hin fínasta skemmtun,
en hún fjallar um feðgini sem eru að flýja undan einhverskonar útsendurum sem vinna fyrir eitthvað illt fyrirtæki, sem fyrir ca. 9 árum gerði tilraunir á föðurnum og móðurinni sem enduðu með því að þau fengu yfirnáttúrulega hæfileika. mamman getur hreyft hluti með hugaorkunni (minnir mig) og pabbinn getur látið fólk gera það sem hann vill með hugaorkunni. en þegar þau eignast litla telpu þá sameinast kraftar þeirra í henni og útkemur: eldvaki (stelpan getur kveikt eld með hugarorkunni) sem leikin er af ungri Drew Barrymore.
myndin er vel heppnuð, vel leikin, spennandi og söguþráðurinn heldur sér alveg. ég er bara nokkuð sátt með útkomuna, en ég vil helst hafa king myndirnar ágætlega líkar bókunum (var t.d. alls ekki sátt við þennan nýja endi á dreamcatcher)
þeir sem hafa gaman af stephen king ættu endilega á kíkja á firestarter.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$17.080.167
Aldur USA:
R