Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Firestarter 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Will she have the power... to survive? / She has the power . . . an evil destructive force.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 40% Critics
The Movies database einkunn 50
/100

Andrew og Vicky McGee hittast þegar þau vinna sem tilraunadýr fyrir rannsókn í menntaskóla. Tilraunin var hjúpuð grunsemdum og dulúð, og virtist vera tengd við dulræna eiginleika. Parið giftir sig síðar og eignast dótturina Charlie, sem hefur þann hæfileika að hún getur kveikt eld með því einu að hugsa um það. Yfirvöld fá skiljanlega mikinn áhuga á... Lesa meira

Andrew og Vicky McGee hittast þegar þau vinna sem tilraunadýr fyrir rannsókn í menntaskóla. Tilraunin var hjúpuð grunsemdum og dulúð, og virtist vera tengd við dulræna eiginleika. Parið giftir sig síðar og eignast dótturina Charlie, sem hefur þann hæfileika að hún getur kveikt eld með því einu að hugsa um það. Yfirvöld fá skiljanlega mikinn áhuga á stúlkunni, og erindrekar frá leynilegri deild sem þekkt er sem "The Shop" vilja loka hana inni og rannsaka hana. ... minna

Aðalleikarar


Það er alveg ótrúlegt (og ég veit að ég er alltaf að tala um þetta, en það skiptir mig miklu máli) hvað þessi mynd fylgir bókinni vel. ein af samviskusömustu king myndum sem ég hef séð og ég trúi ekki öðru en að hann hafi verið ánægður með hana. myndin er hin fínasta skemmtun,

en hún fjallar um feðgini sem eru að flýja undan einhverskonar útsendurum sem vinna fyrir eitthvað illt fyrirtæki, sem fyrir ca. 9 árum gerði tilraunir á föðurnum og móðurinni sem enduðu með því að þau fengu yfirnáttúrulega hæfileika. mamman getur hreyft hluti með hugaorkunni (minnir mig) og pabbinn getur látið fólk gera það sem hann vill með hugaorkunni. en þegar þau eignast litla telpu þá sameinast kraftar þeirra í henni og útkemur: eldvaki (stelpan getur kveikt eld með hugarorkunni) sem leikin er af ungri Drew Barrymore.

myndin er vel heppnuð, vel leikin, spennandi og söguþráðurinn heldur sér alveg. ég er bara nokkuð sátt með útkomuna, en ég vil helst hafa king myndirnar ágætlega líkar bókunum (var t.d. alls ekki sátt við þennan nýja endi á dreamcatcher)

þeir sem hafa gaman af stephen king ættu endilega á kíkja á firestarter.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn