Commando
1985
Somewhere... somehow... someone's going to pay
90 MÍNEnska
67% Critics
67% Audience
51
/100 Sérsveitarmaður sem hættur er störfum, John Matrix, fór fyrir úrvalssveit hermanna, en býr nú á afviknum stað til fjalla ásamt dóttur sinni Jenny. Núna neyðist hann til að koma aftur til starfa þegar dóttur hans er rænt af hópi glæpamanna sem eru í hefndarhug.
Án þess að Matrix vissi af, þá hafa fyrrum liðsmenn sérsveitar hans verið myrtir kerfisbundið.... Lesa meira
Sérsveitarmaður sem hættur er störfum, John Matrix, fór fyrir úrvalssveit hermanna, en býr nú á afviknum stað til fjalla ásamt dóttur sinni Jenny. Núna neyðist hann til að koma aftur til starfa þegar dóttur hans er rænt af hópi glæpamanna sem eru í hefndarhug.
Án þess að Matrix vissi af, þá hafa fyrrum liðsmenn sérsveitar hans verið myrtir kerfisbundið. Jafnvel þó að vinur Matrix, hershöfðinginn Franklin Kirby, láti Matrix hafa vopnaða lífverði, þá nær glæpahópurinn að ræna bæði Matrix og Jenny.
Matrix áttar sig á að Bennett, sem er fyrrum liðsmaður sérsveitar hans, og var talinn af, er sá sem hefur skipulagt ránið á honum til að þvinga Matrix til að myrða stjórnmálamann fyrir mann sem kallast Arius, og kallar sjálfan sig El Presidente. Arius er fyrrum stríðsherra sem vill leiða byltingu í heimalandi sínu.
Þar sem Arius mun drepa Jenny ef Matrix neitar að hjálpa, verður Matrix að láta undan og taka að sér verkefnið.
... minna