Ofurhetjumyndin Black Adam kemur í bíó í næstu viku, nánar tiltekið þann 21. október. En hver er þessi „nýja“ ofurhetja sem einhverjir hafa vafalaust aldrei heyrt getið um?
Black Adam (Teth-Adam / Theo Adam) er persóna úr ofurhetjubókum og blöðum sem bandaríska teiknimyndasögufyrirtækið DC Comics gefur út.
Höfundur Black Adam er Otto Binder og C.C. Beck en hetjan kom upprunalega fram í fyrsta blaði Fawcett Comics í teiknimyndasögu frá DC Comics í desember árið 1945.
(Fawcett Comics, er hluti af Fawcett Publications, og var einn af vinsælustu teiknimyndaútgefendunum á gullöld teiknimyndasagnanna á fimmta áratug tuttugustu aldarinnar í Bandaríkjunum. Vinsælasta persóna útgáfunnar var Captain Marvel, hliðarsjálf útvarpsmannsins Billy Batson, sem umbreyttist í hetjuna í hvert sinn sem hann sagði töfraorðið Shazam! Aðrar persónur frá Fawcett eru m.a. Captain Video, Hopalong Cassidy, Ibis the Invincible, Bulletman og Bulletgirl, Spy Smasher, Captain Midnight, Phantom Eagle, Mister Scarlet og Pinky, Minute-Man, Commando Yank og Golden Arrow.
Erkióvinur Captain Marvel / Shazam
Eftir að söguhetjur Fawcett urðu hluti af DC Comics á áttunda áratug síðustu aldar þá hefur Black Adam verið einn af erkióvinum Captain Marvel / Shazam og Marvel fjölskyldunnar ( öðru nafni Shazam fjölskyldunnar).
Ath. Í dag heitir Shazam bara Shazam og má ekki kalla sig Captain Marvel, enda er Captain Marvel nú hluti af Marvel heiminum, eins og sagt var frá í samnefndri mynd um ofurhetjuna þar sem Brie Larson túlkaði Captain Marvel. Marvel Comics tókst sem sagt að ná til sín nafninu þegar útgáfa á efni um Captain Marvel lá niðri)
Upprunalega ofurillmenni
En aftur að okkar manni Black Adam. Hann var upprunalega sýndur sem ofurillmenni (e. Supervillain) og egypskur fyrirrennari Captain Marvel, sem tókst með harðfylgi að lifa allt til nútímans og skora þar á hólm Captain Marvel og félaga hans.
Síðan að 21. öldin gekk í garð þá hefur Black Adam gengið í gegnum endurskilgreiningu hjá DC Comics höfundunum Jerry Ordway, Geoff Johns og David S. Goyer sem spillt andhetja sem þráir það heitast að hreinsa nafn sitt og orðspor.
Sextándi mesti þorparinn
Árið 2009 var Black Adam flokkaður af IGN sem sextándi mesti teiknimyndasöguþorpari allra tíma.
Persónan kom fyrst fram í bíómynd á þessu ári, 2022, í teiknimyndinni DC League of Super-Pets, þar sem Dwayne Johnson talaði einmitt fyrir hann.
Átti að vera með í Shazam!
Það er gaman að segja frá því að lokum að Johnson átti upphaflega að leika Black Adam í kvikmyndinni Shazam! Frá árinu 2014, en framleiðendur ákváðu síðar að persónan fengi sína eigin kvikmynd.
Opinber söguþráður er þessi: Fimm þúsund árum eftir að hann öðlaðist yfirnáttúrulega krafta frá egypsku guðunum, en var fangelsaður jafnóðum, þá er Black Adam leystur úr grafhvelfingu sinni. Hann er nú reiðubúinn að útdeila sinni einstöku útgáfu af réttlæti til Jarðarbúa nútímans.
Heimild: WikiPedia og Games Radar.
Kíktu á Dwayne Johnson útskýra ofurmátt Black Adam hér fyrir neðan og sjáðu stikluna úr myndinni þar fyrir neðan: