Julia Roberts í hjólastól í sjónvarpsmynd

Julia Roberts hefur tekið að sér hlutverk í sjónvarpsmynd sem verður byggð á verðlaunaleikritinu The Normal Heart.

Í myndinni leikur Roberts lækninn Dr. Emma Brookner sem er í hjólastól. Hún meðhöndlar HIV-smitaða sjúklinga á þeim tíma þegar AIDS-faraldurinn var að fara af stað snemma á níunda áratugnum.

Leikritið hlaut mjög góða dóma þegar það var frumsýnt í New York 1985 og Ellen Barkin fékk Tony-verðlaunin sem besta leikkonan. Leikritrið var sett aftur á fjalirnar 2011.

Mark Ruffalo leikur á móti Roberts í sjónvarpsmyndinni sem HBO ætlar að sýna á næsta ári.

Ryan Murphy leikstýrir, rétt eins og hann gerði í Eat Pray Love með Roberts einnig í aðalhlutverkinu.