Íslenskar kvikmyndir vinsælastar 2022

Þær fimm kvikmyndir sem mest voru skoðaðar hér á Kvikmyndir.is á nýliðnu ári, 2022, eru allar íslenskar.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Berdreymi vinsælasta kvikmyndin á síðunni á síðasta ári en næst á eftir kemur fjölskyldumyndin Abbababb! Þriðja sætið fellur svo í skaut Svari við bréfi Helgu.

Úr vinsælustu mynd ársins á kvikmyndir.is: Berdreymi.

Elvis vinsælust erlendra mynda

Vinsælasta erlenda myndin var Elvis, mynd Baz Luhrmann um ævi rokkóngsins sáluga, en verðlaunamyndin Triangle of Sadness er næst vinsælasta erlenda kvikmyndin. Í þriðja sæti er Avatar: The Way of Water. Þess ber þó auðvitað að geta að síðastnefnda myndin var ekki frumsýnd fyrr en rétt fyrir Jól.

Skoðaðu tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á Kvikmyndir.is hér fyrir neðan:

Berdreymi (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 82%

Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem á skyggna móður. Hann og vinir hans alast upp án eftirlits og nota slagsmál til að leysa ágreining. Einn daginn ákveður Addi að taka vinalausan strák undir sinn verndarvæng. Djúp vinátta myndast á milli strákanna en ögrandi...

Framlag Íslands til Óskarsverðlauna. Áhorfendaverðlaun og verðlaun ungmennadómnefndar á Burgas Film Festival í Búlgaríu. Best í flokknum „Generation Features á Omladinski-kvikmyndahátíðinni í Sarajevó í Bosníu. Edduverðlaun sem kvikmynd ársins.

Abbababb! (2022)

Aðgengilegt á Íslandi

Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum....

Svar við bréfi Helgu (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2

Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau....

Ellefu tilnefningar til Eddu verðlaunanna. Björn Thors fékk verðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki og Aníta Briem fékk Edduna sem leikkona ársins í aukahlutverki.

Allra síðasta veiðiferðin (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6

Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi ...

Sumarljós og svo kemur nóttin (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9

Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar ...

Fimm tilnefningar til Edduverðlauna.

Elvis (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 77%
The Movie db einkunn8/10

Mynd um líf og feril hins goðsagnakennda rokktónlistarmanns Elvis Presley, séð í gegnum flókið samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker yfir 20 ára tímabil. Fjallað er um feril tónlistarmannsins allt frá því hann slær í gegn og að risi hans til frægðar og frama ...

Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna, sem besta mynd, Aust­in Butler fyrir leik í aðalhlutverki, kvikmyndataka, búningahönnun, hljóð, framleiðsluhönnun, klipping og förðun og hár.

Villibráð (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela. ...

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson hlutu Edduverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Tilnefnd til níu Edduverðlauna.

Triangle of Sadness (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 71%

Við fylgjumst með hinum ofurríku, þegar ungt par á uppleið í módel bransanum fær tækifæri til að dvelja á skemmtiferðaskipi þar sem dýr föt, yfirgengilegir málsverðir og stéttaskipting ræður ríkjum. En þegar skipið strandar og skipverjar flýja upp á eyju, þá breytist ...

Vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes. Vann þrenn verðlaun á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum, sem besta mynd, besta handrit, besti leikstjóri og besti leikari í aðalhlutverki. Tilnefnd til þriggja Óskara - sem besta mynd, bestu leikstjórn og besta h

Avatar: The Way of Water (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 76%

Jake Sully býr ásamt fjölskyldu sinni á plánetunni Pandóru þegar kunnuglegur óvinur birtist sem vill ljúka við áður óklárað verk. Jake þarf nú að vinna með Neytiri og her Na'vi þjóðflokksins til að vernda plánetuna. ...

Tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Sem besta mynd, hljóð, tæknibrellur og framleiðsluhönnun.

The Batman (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 85%
The Movie db einkunn8/10

Leðurblökumaðurinn, Batman, kemst á snoðir um spillingu í Gotham borg sem tengist fjölskyldu hans. Á sama tíma glímir hann við skelfilegan raðmorðingja sem gengur undir nafninu Gátumaðurinn, eða The Riddler....

Skjálfti (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3

Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana ...

Fékk Edduverðlaunin fyrir hljóð.

Minions: The Rise of Gru (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 69%
The Movie db einkunn8/10

Saga hins tólf ára Gru sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari. Hann elst upp í úthverfunum og er aðdáandi ofurgrúppunnar Vicious 6. Hann reynir hvað hann getur að verða nógu illur til að fá inngöngu í hópinn. Hann fær góðan stuðning frá hinum ...

Uncharted (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
The Movie db einkunn7/10

Hinn reyndi fjársjóðsleitarmaður Victor "Sully" Sullivan fær hinn bráðsnjalla Nathan Drake með sér í lið til að finna auðævi sem landkönnuðurinn Ferdinand Magellan safnaði og týndi fyrir 500 árum síðan. ...

Everything Everywhere All at Once (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.8
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn8/10

Kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, frú Wong, þeysist inn í klikkað ævintýri þar sem hún er ein fær um að bjarga heiminum með því að kanna aðra alheima sem tengjast lífskeiðum sem hún gæti hafa lifað. ...

Sjö Óskarsverðlaun, þ.á.m. sem besta mynd og besti leikstjóri og Jamie Lee Curtis, Ke Huy Quan og Michelle Yeoh fyrir leik.

The Northman (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn7/10

Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar....

Þrjótarnir (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.8
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn8/10

Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En ...

Bullet Train (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 53%
The Movie db einkunn8/10

Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra allra. Hin seinheppni Ladybug, sem er þar á meðal, er staðráðinn í að leysa verkefni sitt snyrtilega af hendi eftir að hafa klúðrað allt of mörgum verkefnum í fortíðinni....

Ticket to Paradise (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 57%

Fráskilin hjón taka sig saman og fara til Balí til að forða ástfanginni dóttur sinni frá því að gera sömu mistök og þau gerðu fyrir aldarfjórðungi....

Top Gun: Maverick (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins ...

Sex tilnefningar til Óskarsverðlauna, sem besta mynd, klippingu, lag (Hold My Hand), hljóð, tæknibrellur og handrit byggt á áður útgefnu efni.

Smile (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 79%

Eftir að dr. Rose Cotter verður vitni að skelfilegu atviki sem hendir sjúkling hennar byrjar hún að upplifa undarlega og óhugnanlega – og óútskýranlega – hluti. Rose verður að horfast í augu við slæma hluti úr fortíð sinni eigi hún að sleppa lifandi frá þessum skelfilega ...