Gwen Stacy lifir

Kvikmyndaleikkonunni Emmu Stone tókst í samtali við spjallþáttakónginn Jay Leno að gefa smá spoiler fyrir nýju Spider-Man myndina, en Emma leikur í myndinni kærustu Spider-Man, Gwen Stacy. Emma, sem í þættinum skartaði hinu nýja ljóskuútliti sínu, sem hún er með vegna hlutverks síns í myndinni, sagði: „Það verða nokkrar Spider-Men, þannig að ég gæti þurft að halda þessu [lúkki] í nokkur ár.“

Þetta þýðir þá að persónan mun ekki deyja í myndinni, og ástarsamband Stacy og Spider-Man á greinilega að lifa í gegnum fleiri en eina mynd.